Jökulgöngur úr Þórsmörk
25.05.2010
Boðið er upp á jökulgöngur úr Þórsmörk á hverjum degi með fararstjóra/skálaverði þegar veður leyfir frá 25. maí - 8. júní. Farin er Hátindaleið frá Stakki upp að Hátindum og þaðan upp á jökul og svo vestur eftir hábungu jökulsins alla leið á Innri-Skolt. Einstakt útsýni yfir öskju Eyjafjallajökuls og jökulfossana Gígjökul og Steinholtsjökul. 10 km hvor leið og 1600 m hækkun. Gengið er í línu undir stjórn fljálfaðra fararstjóra. Fjöldi þátttakenda: 8 -12 með hverjum leiðsögumanni. Jöklabúnaður s.s. broddar og ísaxir.
Fyrir fólk í góðu formi sem vill takast á við nýtt og spennandi verkefni.