Fréttir

Vettvangsferðir um jarðhitasvæði á Reykjanesi

Í sumar ætla Ferðafélag Íslands og Landvernd að halda uppteknum hætti og ferðast um jarðhitasvæði á suðvesturhorninu í fylgd jarðfræðinga. Í fyrstu ferðinni er áætlað að ganga um gossprungusvæði vestast á Reykjanesskaga, í annarri ferðinni verður farið að Ölkelduhálsi og gengið þaðan í Reykjadal þar sem ferðalöngum gefst kostur á að baða sig í heitri varmánni og að síðustu inn að Trölladyngju þar sem gengið verður um hin litfögru Sog og að Hvernum eina.

Menningarsjóður VISA styrkir Ferðafélag Íslands

Menningarsjóður  VISA hefur styrkt Ferðafélag Íslands til tveggja verkefna.  Annars vegar til eflingar á gönguferðum og útiveru fyrir eldri borgara og hins vegar til endurbóta og bættrar aðstöðu í skálum félagsins.  Styrkurinn var afhendur sl. föstudag.  Björk Þórarinsdóttir stjórnarformaður Valitor afhenti styrkinn sem Höskuldur Jónsson fyrrverandi forseti FÍ veitti viðtöku fyrir hönd félagsins.

Ferðamennska – Rötun – Áttaviti – Skyndihjálp

Ferðafélag Íslands og Björgunarsveitin Ársæll bjóða upp á námskeið fyrir ferðamenn 28. - 30 maí þar sem farið verður yfir ferðamennsku 1, rötun, skyndihjálp og notkun gps og áttavita.  Verð á námskeiðið er kr. 8.000 fyrir félagsmenn FÍ en kr. 12.000 fyrir aðra.  Skráning á skrifstofu FÍ í síma 568-2633 eða á fi@fi.is

Skrifstofa FÍ lokuð í dag 12. maí

Skrifstofa FÍ er lokuð í dag 12. maí vegna námskeiðs starfsmanna.  Skrifstofan opnar á föstdag kl. 10.

Örganga í Grafarholti 12. mai

Örganga Önnur gangan um nágrenni Grafarholtsins verður miðvikudaginn 12. maí.  Lagt verður af stað frá vatnsgeymunum kl: 19:00.  Leið:  Gengið um stíginn, sem liggur að Reynisvatni - þaðan haldið upp á Velli - þaðan um Leirdalsklauf upp á Grenás - þaðan í Skálina  (Paradísardal) - úr Skálinni niður á göngustíginn, sem liggur að - að geymunum.  Leiðin er að nokkru utan stíga og því ráðlegt að vera í góðum gönguskóm.  Þetta er ekki hraðganga.  Ætlaðar eru 1 1/2 - 2 klukkstundir til ferðarinnar.  Örgöngur eru aldrei felldar niður vegna veðurs. Fararstjórar:  Guðlaug Sveinbjarnardóttir og Höskuldur Jónsson

Málþing um gæða og umhverfismál í ferðaþjónustu

Miðvikudaginn 12. maí kl. 14-16 verður haldið málþing um gæða og umhverfismál í ferðaþjónustu  á Grandhótel í Reykjavík.

Barnavagnavika Fí og Ferðafélags barnanna

Barnavagnavika FÍ 10. - 14. maí      Barnavagnavika FÍ og Ferðafélags barnanna hefst í dag kl. 12.30.  Þá verður gengið frá Perlunni um Öskjuhlíð. Gönguferðir með barnavagna og kerrur eru alla daga vikunnar og ávallt kl. 12.30.  Á þriðjudag er gengið frá Árbæjarsundlaug, á miðvikudag er gengið frá Gerðarsafni í Kópavogi og á fimmtudagsmorgun kl. 10.30 frá Húsdýragarðinum í Laugardal og verður öllum þátttakendum síðan boðið í húsdýragarðinn að göngu lokinni.  Ekki verður gengið á föstudag,  en boðið upp á gönguferð mánudaginn 17. maí kl. 12.30. Gönguferðirnar eiga að vera léttar og skemmtilegar, með léttum æfingum og teygjum inn á milli  ca 90 mínútur hver gönguferð.  Fararstjóri er Auður Kjartansdóttir.   Sjá myndir

Barnavagnavika FÍ 10. - 14. maí

Barnavagnavika FÍ og Ferðafélags barnanna hefst í dag kl. 12.30.  Þá verður gengið frá Perlunni um Öskjuhlíð. Gönguferðir með barnavagna og kerrur eru alla daga vikunnar og ávallt kl. 12.30.  Á þriðjudag er gengið frá Árbæjarsundlaug, á miðvikudag er gengið frá Gerðusafni í Kópavogi og á fimmtudagsmorgun kl. 10.30 frá Húsdýragarðinum í Laugardal og verður öllum þátttakendum síðan boðið í húsdýragarðinn að göngu lokinni.  Ekki verður gengið á föstudag,  en boðið upp á gönguferð mánudaginn 17. maí kl. 12.30. Göngufeðrirnar eiga að vera léttar og skemmtilegar, með léttum æfingum og teygjum inn á milli,  ca 90 mínútur hver gönguferð.  Fararstjóri eru Auður Kjartansdóttir.

Heiðríkja á Hvannadalshnúk

Ferðafélag Íslands efndi á laugardag til göngu á Hvannadalshnúk fyrir þátttakendur í verkefninu 52 fjöll sem staðið hefur frá áramótum. Alls gengu 109 á fjallið í heiðríku veðri og veðurblíðu svo elstu menn muna varla annað eins. Á toppnum blasti við blár himinn til allra átta og mátti þekkja nafntoguð fjöll í flestum landshlutum. Logn og sólskin hélst allan daginn og voru þátttakendur í sjöunda himni í bókstaflegri merkingu og skein gleðin af hverju andliti. Það var Haraldur Ólafsson sem stýrði verkefninu eins og jafnan er í ferðum FÍ á þennan hæsta tind Íslands. Sjá myndir.

Til Hvannadalshnúkfara

Tilkynning til þátttakenda í göngu Ferðafélags Íslands á Hvannadalshnúk á morgun - laugardag. Brottför á Hvannadalshnúk hefur verið ákveðin kl. 04.00 á laugardagsmorgun. Þátttakendur mæti á upphafsstað göngu við Sandfell kl. 03.45 tilbúnir í slaginn. Sýnið aðgát á leiðinni austur því öskufall er nokkurt í Vík og nágrenni og skyggni getur orðið mjög takmarkað.