Vettvangsferðir um jarðhitasvæði á Reykjanesi
14.05.2010
Í sumar ætla Ferðafélag Íslands og Landvernd að halda uppteknum hætti og ferðast um jarðhitasvæði á suðvesturhorninu í fylgd jarðfræðinga. Í fyrstu ferðinni er áætlað að ganga um gossprungusvæði vestast á Reykjanesskaga, í annarri ferðinni verður farið að Ölkelduhálsi og gengið þaðan í Reykjadal þar sem ferðalöngum gefst kostur á að baða sig í heitri varmánni og að síðustu inn að Trölladyngju þar sem gengið verður um hin litfögru Sog og að Hvernum eina.