Skýrsla úr Þórsmörk
06.06.2010
Um helgina efndi Ferðafélag Íslands til hópferðar í Þórsmörk. Stór hópur fólks sem er þátttakendur í verkefninu Eitt fjall á viku hélt á vit óvissunnar inn í Mörkina til að safna fjallatoppum og skyldi ná fimm tindum yfir helgina.
Þegar komið var inn undir Gígjökul og hvergi sá á dökkan díl heldur kolgrátt öskumistur blasti við á allar hendur má segja að menn hafi upplifað visst áfall.