Dalirnir kalla
16.06.2010
Ferðafélag Íslands í samstarfi við Út og vestur býður nú upp á nokkrar áhugaverðar ferðir í Dölunum, bæði helgarferðir og lengri ferðir. Ferðafélagið gefur út árbók um Dalina á næsta ári og kynnir nú og í kjölfar útgáfu árbókarinnar svæðið með gönguferðum og fræðslu. Árni Björnsson þjóðhátttarfræðingur ritar texta bókarinnar og Jón Jóel Jónsson í út og vestur verður fararstjóri í ferðum sumarsins. Sjá nánar á www.utogvestur.is og eins undir ferðir hér á heimasíðunni.




