Kvikmyndahátíð útivistarfólks og fjallafíkla
25.04.2010
Hin árlega Banff fjallamyndahátíð verður haldin í sal Ferðafélags Íslands dagana 26. og 27. apríl næstkomandi. Sýndar verða stuttmyndir um afrek og ævintýri fólks sem stundar ýmis jaðarsport eins og fjallamennsku, klifur, snjóbretti, fjallaskíði, fjallahjól, BASE-jumping og ýmislegt fleira. Myndirnar eiga það sameiginlegt að fjalla um samspil fólks við náttúruna þar sem adrenalín og góð skemmtun er sjaldan fjarri.
Það er óhætt að segja að Banff fjallamyndahátíðin sé orðin að ómissandi viðburði fyrir stóran hóp fólks sem bíðurhátíðarinnar með óþreyju hvert ár. Íslenski alpaklúbburinn hefur fært Íslendingum Banff fjallamyndahátíðina nokkur undanfarin ár en enginn annar viðburður á Íslandi sameinar jafnmarga afreks- og áhugamenn um jaðaríþróttir undir sama þaki. Í ár er hátíðin haldin í samstarfi við Íslenska Fjallaleiðsögumenn og 66° Norður.
Almennt miðaverð r 1200 kr. Sýningar hefjast kl. 20.00 hvort kvöld. Nánari upplýsingar er að finna á vef Íslenska alpaklúbbsins