Til Hvannadalshnúkfara
07.05.2010
Tilkynning til þátttakenda í göngu Ferðafélags Íslands á Hvannadalshnúk á morgun - laugardag.
Brottför á Hvannadalshnúk hefur verið ákveðin kl. 04.00 á laugardagsmorgun. Þátttakendur mæti á upphafsstað göngu við Sandfell kl. 03.45 tilbúnir í slaginn.
Sýnið aðgát á leiðinni austur því öskufall er nokkurt í Vík og nágrenni og skyggni getur orðið mjög takmarkað.




