Fréttir

Barnavagnagöngur á mánudögum

Ferðafélag barnanna býður upp á barnavagnagöngur alla mánudaga í sumar kl 12.30. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir! Göngurnar taka um það bil 90 mínútur. Hressandi að byrja nýja viku á góðum göngutúr!

Árbók FÍ 2010 - Friðland að Fjallabaki

                               Árbók Ferðafélags Íslands fjallar að þessu sinni um Friðland að Fjallabaki en þar eru Landmannalaugar og nágrenni í öndvegi. Höfundur bókarinnar er Ólafur Örn Haraldsson forseti FÍ.     

Nokkur sæti laus!!!S-10 „Þar ríkir fegurðin ein ..." - síðari hluti

Það voru að losna nokkur sæti í ferðina S-10 „Þar ríkir fegurðin ein ..." - síðari hluti Jökulfirðir, Höfðaströnd, Grunnavík og Snæfjallaheiði  Sem farin er dagana  7.-11. júlí

Fjögurra vita ganga frá Stafnesi að Garðskaga

Sveitarfélagið Garður býður upp á áhugaverða Jónsmessugöngu 24. júní þar sem komið verður við í fjórum vitum á leið frá Stafnesi að Garðskaga. 

Með barnið á bakinu á Esjuna

Á morgun, miðvikudaginn 23.júní kl 15 verður farið á Esjuna með barnið á bakinu. Fararstjóri verður Auður Kjartansdóttir. Áður en haldið verður af stað í gönguna verður örlítil umræða um notkun burðarpokans og svo verður gengið um hlíðar Esjunnar.

Fjölmenni í Jónsmessugöngu á Esjuna

Andinn var góður hjá gönguhópnum á vegum Ferðafélags Íslands sem gekk Esjuna í kvöld til að verða vitni að sumarsólstöðunum. Hátt í 80 manns gengu fjallið en ekki fóru allir á tindinn, að sögn Þórðar Marelssonar fararstjóra.  Aðspurður hvort þetta sé árviss viðburður segir Þórður svo ekki vera. Undanfarin ár hafi verið gengið á Heklu eða Snæfellsjökul á vegum Ferðafélags Íslands þennan dag ársins.  Hópurinn sem gekk Esjuna að þessu sinni var á vegum TM en fyrirtækið bauð viðskiptavinum sínum í gönguna.

Nokkur laus pláss í ferðina: S-5 Á skálavakt frá Aðalvík til Hrafnfjarðar

Það eru nokkur laus pláss í ferðina S-5 Á skálavakt frá Aðalvík til Hrafnfjarðar sem farin er 30. júní til 7. júlí. Til að fá meiri upplýsingar um ferðina vinsamlega hafið samband við skrifstofu í síma 568-2533 eða sendið tölvupóst á fi@fi.is

Almannaréttur og útivist

Hver er réttur og hverjar eru skyldur þeirra sem ferðast um Ísland? Í lögum um náttúruvernd eru ákvæði sem fjalla um almannarétt, umgengni og útivist. Þar segir að öllum sé heimilt að fara um landið og njóta náttúru þess svo fremi að gengið sé vel um og þess gætt að spilla engu. Heimilt er að fara um óræktuð eignarlönd án sérstaks leyfis. Rétthöfum lands er heimilt að takmarka með merkingum ferðir manna um eignarlönd. Lönd í eigu ríkisins, svo sem náttúruverndar- og skógræktarsvæði, eru öllum opin með fáum undantekningum. Hægt er að takmarka umferð tímabundið, svo sem yfir varptíma eða vegna gróðurverndar.

Gönguferð á Esjuna með TM á sumarsólstöðum

Á lengsta degi ársins býður TM viðskiptavinum sínum upp á Jónsmessugöngu á Esjuna með fararstjórum frá Ferðafélagi Íslands.  Göngumenn mæta við Esjustofu í kvöld kl. 20 og verður byrjað léttri upphitum áður en lagt er f stað í gönguna.

Gönguferð TM um sumarsólstöður