Dásemdir Djúpárdals
27.07.2010
23 manna hópur gekk um helgina um Núpaheiði, Kálfafellsfjall og Fossabrekkur í Djúpárdal undir leiðsögn Páls Ásgeirs og Rósu Sigrúnar. Þessi ferð ber yfirskriftina: Á vit fossana í Djúpárdal en hápunktur hennar er að koma í Fossabrekkur og standa við fótskör Bassa, sem er stærstur fossa í Djúpá. Hann steypist fram í hamrakór þar sem einnig falla fram fossandi ferskvatnslindir úr aragrúa fossa í hrauninu.
Í ferðinni eru ennfremur rannsakaðar fjölbreyttar myndir stuðlabergs, komið í eftirsóttustu hellutaksnámu sunnanlands og í lok ferðar gæða menn sér á alvöru kjötsúpu eldaðri af húsmæðrum í Fljótshverfi.
Sjá myndir hér.




