Draugaferð í Hvítárnes
13.09.2010
Hin árlega draugaferð FÍ var fullskipuð um helgina. Þátttakendur gengu um söguslóðir á Kili og gistu svo í Hvítárnesi, elsta sæluhúsi félagsins. Þar var borðuð kjötsúpa og rifjaðar upp reimleikasögur sem fylgt hafa staðnum síðan husið var reist. Á kvöldvökunni var farið með ljóð og menn skiptust á reynslusögum af yfirnáttúrulegum atburðum.
Síðan var gist í þessu gamla húsi og um nóttina bar eitt og annað fyrir sem erfitt er að skýra útfrá viðurkenndum lögmálum. Sjá myndir hér.




