Öflug starfsemi og ný verkefni, segir Ólafur Örn
21.01.2011
„Ferðafélagið hefur frá upphafi verið frumkvöðull á mörgum sviðum þar sem ný félög og margvísleg ferðaþjónusta hafa komið í kjölfarið. Oft hafa myndast vináttutengsl milli fólks í ferðum okkar og síðan tekur sá hópur sig til og ferðast framvegis á eigin vegum. Það teljum við góðan árangur sem krefst þó þess að félagið þarf stöðugt að vera lifandi, með frjóar hugmyndir og nýjungar í starfi sínu,“ segir Ólafur Örn Haraldsson forseti Ferðafélag Íslands.




