Fréttir

Miðfellstindur 29. apríl - 1. maí -Nokkur laus pláss

Það eru nokkur laus pláss í ferðina á Miðfellstind helgina 29. apríl - 1. maí. Undirbúningsfundur fyrir ferðina er á þriðjudaginn 26. apríl kl 20.00 í sal Ferðafélagsins. Áhugasamir hafi sambandi við skirfstofu eða sendi póst á fi@fi.is Sjá nánar

Páskaeggjaganga Fí og Góu í dag 14.apríl

Páskaeggjaganga Fí og Góu 14.apríl í Esjunni, norski skógurinn:  Lagt af stað frá Esjustofu kl.18.00 og gengið í átt að norska skóginum og til baka að Esjustofu, þetta verður létt ganga og til skemmtunar. Við Esjustofu verða dregin út páskaegg, tilvalið fyrir fjölskylduna að mæta og taka stutta göngu saman,

Páskaeggjaganga fimmtudaginn 14. apríl

Páskaeggjaganga Ferðafélags barnanna og Góu 14.apríl  Páskaeggjaganga Fí og Góu 14.apríl í Esjunni, norski skógurinn:  Lagt af stað frá Esjustofu kl.18.00 og gengið í átt að norska skóginum og til baka að Esjustofu, þetta verður létt ganga og til skemmtunar. Við Esjustofu verða dregin út páskaegg, tilvalið fyrir fjölskylduna að mæta og taka stutta göngu saman, Gleðilega páska.

Auka ferð í Fjörður með Valgarði Egilssyni á vegum Ferðafélags Íslands og Fjörðunga á Grenivík.

Ferðafélag Íslands og Fjörðungar Grenivík hafa bætt á sumardagskrá sína ferð í Fjörður, fjögurra daga gönguferð dagana 12. -15. júlí. Fararstjóri verður Valgarður Egilsson læknir, reyndur fararstjóri. Fjörðungar hafa veg og vanda af ferðinni. Fulltfæði alla daga. Tjöld og svefnpokar í trússi (hestar). Snyrtiaðstaða í skálum. Fjórir göngudagar. 1. út Látraströnd, í Látur. 2. yfir í Keflavík. 3. Yfir í Hvalvatnsfjörð, síðan ekið síðasta spölinn í Gil. 4. Gengin gamla leiðin austur á Flateyjardal um Bjarnarfjallsskriður, síðan ekið inn Flateyjardalsheiði til Grenivíkur. Upplýsingar hjá skrifstofu FÍ, fararstjóra (VE 862-5167, 543-8032) eða hjá Fjörðungum (Jón Stefán Ingólfsson, Grenivík) Sjá nánar á heimasíðu Fí www. fi.is eða Fjörðunga www.fjordungar.com

Vinir Þórsmerkur funda

Miðvikudagskvöldið 13. apríl halda samtökin Vinir Þórsmerkur almennan fund í FÍ salnum í Mörkinni 6. Samtökin og starfsemi þeirra verður kynnt í máli og myndum.Sagt verður frá helstu verkefnum sem samtökin ætla að beita sér fyrir en göngubrú á Markarfljóti er efst þeim lista. Kynnt verður ný heimasíða félagsins og fundargestum gefst kostur á að ganga til liðs við samtökin. Þrjú áhugaverð erindi verða haldin og fróðlegar myndir sýndar.Hreinn Óskarsson skógarvörður Skógræktar ríkisins á Suðurlandi: Saga skógarfriðunar í Þórsmörk – áhrif öskufalls á skóginn.Rannveig Ólafsdóttir lektor HÍ: Ástand gönguleiða um Þórsmörk.Oddur Hermannsson landfræðingur. Skipulagsmál í Þórsmörk. Mörkin sem ferðamannastaður. Fjallað verður um fjölda ferðamanna í Þórsmörk, aðdráttarafl staðarins skilgreint og horft til framtíðarskipulags Merkurinnar og helstu möguleika á aukinni nýtingu. Fundarstjóri er Páll Ásgeir Ásgeirsson

Páskaferð á Snæfellsnes

Páskaferð með Ferðafélaginu á Snæfellsnes.  Þátttakendur koma á eigin vegum að Lýsuhóli þar sem gist er í ferðinni. 

Tilboð til félagsmanna frá Sjónaukum

Handhægur og vatnsheldur sjónauki með vönduðum sjóntækjum. Sjónaukinn er skarpur og tær en líka léttur (300 gr) sem gerinn hann kjörinn fyrir kröfuhart útivistarfólk. Sjónaukinn stækkar 10x og hefur 26mm ljósop. Hann er niturfylltur sem tryggir að móða sest ekki innan á linsuna. Taska og hálsól fylgir.

Góða ferð

Út er komin bókin Góða ferð - handbók um útivist eftir björgunarsveitarkonurnar Helen Garðarsdóttur og Elínu Magnúsdóttur.  

Fjall mánaðarins í mars var Strútur

Strútur 937 m.   Stutt frásögn:   3. gangan á Strút.   Allt er þegar þrennt er, á okkar ferðum hér af illviðri og þoku vel við njótum. Því á milli ferða þornar varla á mér og þessu öllu saman nú vér blótum.

Páskaeggja ganga Fí og Góu

Páskaeggja ganga Fí og Góu, verður 14.apríl  kl.18:00 í Esjunni, nánar síðar.