Gönguferðir Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands - Goð og garpar í fornum heimildum
26.05.2011
Goð og garpar í fornum heimildum
28. maí mun Guðrún Kvaran prófessor og sviðsstjóri á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum ganga um Þingholtin og rifja upp sögur úr norrænni goðafræði. Fjallað verður um nöfn goðanna og vinsældir þeirra í nafngjöfum síðari tíma. Þá verður haldið lengra austur og rætt um forna kappa úr Íslendingasögum og Landnámu og nöfn þeirra og notkun í samtímanum. Gangan hefst kl. 14:00 á bílastæði Háskóla Íslands neðan við Skeifuna og lýkur á sama stað og lagt var upp.