Fréttir

Eitt fjall á viku 2012-kynningarfundur í kvöld

Þriðjudaginn 3. janúar- í kvöld- verður verkefnið Eitt fjall á viku 2012 kynnt á sérstökum fundi. Fundurinn verður haldinn í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6 og hefst kl. 20.00. Þar mun stjórnandi verkefnisins, Páll Ásgeir Ásgeirsson kynna fyrirkomulag verkefnisins á nýju ári, fararstjórar verða kynntir og spurningum svarað.Skráning er hafin á skrifstofu Ferðafélags Íslands í síma 568-2533. Skrifstofan er opin frá 12- 17.  

Eitt fjall á mánuði - nýtt verkefni 2013

Nýtt verkefni Éitt fjall á viku  hefst árið 2013.   Umsjónarmenn verða þeir sömu; hinir einstöku fjallbræður Örvar og Ævar Aðalsteinssynir, auk aðstoðarfararstjóra.  Kynningarfundur Eitt fjall á viku verður haldinn 10. janúar í sal Fí Mörkinni 6. .

115 fengu gullpening

Á gamlársdag lauk 52 fjalla verkefni Ferðafélags Íslands árið 2011. 115 göngugarpar gengu á Öskjuhlíðina, drukku heitt kakó í Perlunni og tóku við verðlaunapeningi úr hendi Ólafs Arnar Haraldssonar forseta FÍ. Svo kvöddust allir með faðmlögum og brosum en algengasta setningin sem heyrðist var: sjáumst á fjöllum eftir áramótin.Nýtt verkefni fer af stað í byrjun janúar með kynningarfundi þann 3. í Mörkinni 6.

Blysför í Öskjuhlíð fimmtudaginn 29.desember

Fimmtudaginn 29. desember standa Ferðafélag Íslands og Útivist fyrir blysför í Öskjuhlíð.  Blysförin hefst kl. 18 frá Nauthóli. Gengið er að Perlunni og tilbaka eftir göngustígum í skóginum.  Jólasveinar heimsækja hópinn og taka lagið. Allir fá kyndla og flugeldum skotið á loft.  Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir.

Aldarminning Sigurðar Þórarinssonar 8. janúar

Þann 8. janúar 2012 verða liðin 100 ár frá fæðingardegi Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings, eins ástsælasta vísindamanns þjóðarinnar á síðustu öld.  Á þessum degi ætla félög og samtök sem tengjast náttúruvísindum, náttúruvernd og útiveru að efna til blysfarar kringum Grænavatn í Krýsuvík.  

Opið í Landmannalaugum milli jóla og nýárs

Skálinn í Landmannalaugum verður opin frá 27.des 2011 til 2. Janúar 2012.Símanúmer skálavarðar er 860-3335.  Vaktsími vegna gistingar í öðrum skálum félagsins er 860-7372.        

Lokað milli jóla og nýárs

Skrifstofa Ferðafélagsins verður lokuð frá og með 23. desember 2011 opnum aftur 2. janúar 2012 kl 12.00. Síðasti opnunardagur skrifstofu er því 22. desember.    

Eitt fjall á viku árið 2012

Ferðafélag Íslands hefur í tvö ár starfrækt verkefni sem er ýmist kallað 52 fjalla verkefnið eða Eitt fjall á viku . Það  hefur notið mikilla vinsælda og hafa þátttakendur verið langt á annað hundrað bæði árin sem því hefur verið haldið úti.Nú er verkefni nýs árs í mótun og verður boðað til kynningarfundar snemma í janúar með auglýsingum í blöðum milli jóla og nýárs. Ákveðið hefur verið að opna fyrir skráningu nú þegar og geta áhugasamir sett sig í samband við skrifstofu FÍ.Í öllum meginatriðum verður verkefnið með svipuðu móti og verið hefur undanfarin tvö ár. Þó eru alltaf smávægilegar breytingar milli ára sem mótast af reynslunni sem safnast fyrir. Þannig hefur t.d. Hekla verið tekin af dagskránni og skemmtiferð til Vestmannaeyja sett á dagskrá í staðinn en þar ganga þátttakendur á hæstu fjöll Heimaeyjar og kynnast menningu eyjarskeggja.Á nýju ári verður fyrir utan fjöllin 52 boðið upp á tvö námskeið sem eru innifalin. Annars vegar er GPS námskeið þar sem farið er gegnum stillingar og notkun GPS tækja og helstu atriði siglingafræðinnar yfirfarin.Hinsvegar er kynning á búnaði, mataræði og líkamsþjálfun sem tengist útivist. Umsjón þessara námskeiða verður í höndum fararstjóra verkefnisins.Umsjónarmaður og aðalfararstjóri verkefnisins á nýju ári verður Páll Ásgeir Ásgeirsson en aðrir fararstjórar í teyminu eru: Hjalti Björnsson, Rósa Sigrún Jónsdóttir, Guðmundur Sveinbjörn Ingimarsson, Anna Lára Friðriksdóttir og Brynhildur Ólafsdóttir.

Jólagjafir ferðafélagans - gjafakort, landlýsingar, fræðslurit og kort

Á skrifstofu Ferðafélags Íslands má finna jólagjafir ferðafélagans, t.d. gjafakort í sumarleyfisferðir, helgarferðir og dagsferðir, árbækur og landlýsingar, fræðslurit, kort og ýmsan fróðleik.

52 fjöll 2012

Gönguverkefni FÍ Eitt fjall á viku, 52 fjöll ári, hefur gengið vel á árinu og nálgast þátttakendur nú markmiðið, þe að ganga á fjall nr. 52.  Stór hópur af þeim þátttakendum sem lögðu af stað í ársbyrjun eru enn galvaskir og munu klára verkefnið með stæl...