Fréttir úr starfi félagsins

Skálum FÍ á Laugaveginum lokað fyrir veturinn

Nú þegar haustið færist yfir er hafist handa við að loka skálum FÍ á Laugaveginum og öðrum skálasvæðum félagsins. Skálum FÍ í Hrafntinnuskeri, Álftavatni, Emstrum, Hvanngili og Baldvinsskála er lokað frá og með 17. september.

Gítarinn frá grunni – 4. vikna námskeið. 23. sept – 14. okt

Vertu klár með gítarinn í næstu skálaferð eða útilegu! Námskeiðið verður haldið hjá Ferðafélagi Íslands, Mörkinni 6, 108 Reykjavík. 23. sept – 14. okt

Veður – Aðstæður á Laugaveginum

Í dag eru erfiðar aðstæður á Laugaveginum vegna hvassviðris og mikilla rigninga.

Námskeið í boði haustið 2025 hjá Ferðafélagi Íslands

Í haust býður Ferðafélag Íslands upp á fjölbreytt námskeið fyrir alla sem hafa áhuga á útivist. Þar gefst þátttakendum tækifæri til að tileinka sér nýja færni, efla kunnáttu sína og dýpka skilning á ferða og fjallamennsku.

Kjalnesinga saga með Katrínu Jakobsdóttur - 27. september

Katrín Jakobsdóttir, íslenskufræðingur og fyrrum forsætisráðherra, leiðir göngu upp Esjuna að Steini og kynnir þátttakendur fyrir Kjalnesinga sögu sem má kalla heimasögu Reykvíkinga

Gönguhópar FÍ - haust 2025

Ferðafélag Íslands býður upp á fjölmarga gönguhópa, haustið 2025, sem snúast um reglulegar fjallgöngur, heilsubót og góðan félagsskap. Meginmarkmið þessara hópa er útivera, náttúruupplifun, gleði og góður félagsskapur. Eins og í öllum ferðum Ferðafélags Íslands er mikil áhersla lögð á fræðslu og öryggi á fjöllum. Fjölmargir FÍ gönguhópar eru í gangi yfir allt árið en aðrir eru í boði að vori og hausti. Nýir og fleiri gönguhópar fyrir haustið verða kynntir á næstunni.

Laugavegurinn á lista The Guardian yfir bestu ævintýrastaðina í Evrópu

Vefmiðillinn Guardian telur að Laugavegurinn sé einn af bestu áfangastöðum í Evrópu fyrir þá sem þrá æv­in­týri og upplifun í stórbrotinni náttúru landsins.  Í umfjöllun Guardian segir að; ,,Laugavegurinn er eins konar örmynd af landslagi þessa ótrúlega lands. Jarðhitalindir, snjóbreiður í mikilli hæð, marglit líparítfjöll, svartar sandeyðimerkur og framandi tunglsmyndir. Að lokum, töfrandi dalurinn Þórsmörk, Þórsdalur, umkringdur birkiskógi umkringdur þremur jöklum. Að gista í fjallaskálum þýðir að þú munt finna fyrir því að vera hluti af fjölmenningarlegu, alþjóðlegu samfélagi ferðalanga, með þeirri hlýju og félagsskap sem því fylgir, með sögum sem skipst er á og minningum sem skapast.“

FI skilti og merkingar

Ferðafélag Íslands hefur á undanförnum árum unnið að því setja upp upplýsingaskilti og merkingar á vinsælum gönguleiðum. Fræðslu- og forvarnarstarf er mikillvægur hluti af starfi félagsins og eitt af kjörsviðum þess. Sett hafa verið upp skilti og merkingar á Laugaveginum, Fimmvörðuhálsi, Kjalvegi hinum forna og einnig við vinsæl fjöll, til að mynda Esjuna, Vífilsfell, Snæfellsjökul, Eyjafjallajökul og Fimmvörðuháls. Einnig hafa verið settir upp myndarlegir vegvísar / veprestar á Laugaveginum og Fimmvörðuhálsi og Kjalvegi hinum forna.

Hættulegar aðstæður við Fagradalsfjall

Við bendum ferðaþjónustuaðilum á að nú eru hættulegar aðstæður vegna loftmengunar við Fagradalsfjall og í nágrenni gosstöðvanna við Sundhnjúksgígaröðina.

Betri snjallsímamyndir

Langar þig að læra að taka betri myndir á símann þinn eða myndavélina ? Lykillinn að betri myndum er oft ekki flóknara en það að fylgja nokkrum einföldum reglum, varðandi myndbyggingu, stillingar og fleira sem við förum yfir á þessu námskeiði. Við kennum þér undirstöðuatriðin og með því að tileinka þér þau munu myndirnar þínar klárlega verða betri!