Fréttir

Haustgöngur Alla leið - kynningarfundur 21. ágúst

Fjallaverkefnið Alla leið heldur áfram í haust með fjallgöngudagskrá sem byrjar 24. ágúst og lýkur í desember. Þetta verkefni hefur hlotið nafnið Haustgöngur Alla leið og verður kynnt á sérstökum kynningarfundi sem fram fer miðvikudaginn 21. ágúst kl. 20 í sal FÍ í Mörkinni 6.

Þolmörk ferðamanna í Landmannalaugum árið 2019 og samanburður við árin 2000 og 2009

Undanfarið hafa rannsakendur á vegum Líf- og umhverfisvísindadeildar Háskóla Íslands í samstarfi við Ferðafélags Íslands unnið að svokölluðum þolmarkarannsóknum meðal ferðamanna í Landmannalaugum. Markmiðið með rannsókninni er meðal annars að kanna hvað einkennir ferðamenn í Landmannalaugum (t.d. þjóðerni, ferðamáti, gistimáti og dvalarlengd), hvernig ferðamenn skynja umhverfi og landslag svæðisins, hvort að ferðamenn séu ánægðir með ferð sína um svæðið og hvað þeim finnst um þá aðstöðu sem er á svæðinu.

Líf og fjör á fjöllum - fjölbreytt starf skálavarða FÍ

Skálaverðir FÍ eru þekktir fyrir vasklega framgöngu enda ýmsu vanir. Verkefnin sem þeir fást við eru fjölbreytt og krefjast útsjónarsemi af þeirra hálfu og oft talsverðrar þrautsegju. Skálaverðir eru þúsundþjalasmiðir. Þegar næsti smiður eða viðgerðamaður er nokkur hundruð kílómetra fjarlægð þarf oft að taka til hendinni sjálfur eftir fremsta megni. Hjá FÍ starfar frábært fólk þar sem allir hjálpast að. Verkefnin eru æði misjöfn, allt frá klósettþrifum í að baka kökur og allt milli himins og jarðar þar á milli.

Ævintýri á Víknaslóðum

Fyrsta ferð Ferðafélags barnanna á Víknaslóðum var í síðustu viku og var vel heppnuð. Mikill áhugi var á ferðinni og var hún fullbókuð nær strax eftir útkomu ferðaáætlunar.

Staðan á hálendinu 11. júlí

Athugið að hálendisvegir (F-vegir) eru einungis fyrir jeppa og sumir aðeins færir stærri og breyttum jeppum. Búið er að hefla veginn inn að Básum.

60 eldri og heldri borgarar í Kerlingafjöllum og Hveravöllum

4. júlí sl. bauð FÍ upp á stórskemmtilegri dagsferð á Kjöl. Þetta var ferðin "Upplifðu Kerlingarfjöll og Hveravelli" þar sem eldri og heldri borgurum var boðið að koma með og upplifa töfra þessara sögufrægu svæða.

Vatna­jök­ulsþjóðgarði bætt á lista yfir heims­minj­ar

„Þetta er fyrst og fremst mik­ill heiður fyr­ir al­menn­ingsþjóðgarðinn og Ísland allt,“ seg­ir Magnús Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Vatna­jök­ulsþjóðgarðs,

Gönguferð á OK 18. ágúst

Sunnudaginn 18. ágúst nk. verður gengið á Ok sem er 1.198 m. há dyngja vestur af Langjökli en í gönguferðinni verður komið fyrir minnisvarða um Ok-jökul. Hjalti Björnsson og Guðjón Benfield, leiðsögumenn, mun vera þátttakendum til halds og trausts. Gangan upp að öskju Oks og leifum Ok-jökuls er um það bil 2 klukkustundir, en ísmassinn á toppi Ok uppfyllir ekki lengur þau vísindalegu skilyrði sem til þarf til að teljast jökull.

Vatnajökulsþjóðgarður gerir samning við Ferðafélag Íslands

Vatnajökulsþjóðgarður hefur gert samning við Ferðafélag Íslands og þrjú ferðafélög um að nýta aðstöðu í skálum félaganna innan þjóðgarðsins og um sameiginlegverkefni.

Mikilvægar framkvæmdir í Hornbjargsvita

Ferðafélag Íslands rekur gistingu Hornbjargsvita á sumrin líkt og félagið gerir annarsstaðar á landinu. Mannvirki eru komið til ára sinna og um þessar mundir standa yfir miklar framkvæmdir á svæðinu.