Fréttir

Fararstjórinn sem Ferðafélagið bjargaði

Þótt mörgum sé hlýtt til Ferðafélagsins þá eru ekki jafnmargir sem telja félagið hreinlega lífgjafa sinn. En þannig er það nú bara í tilviki Reynis. Fyrir hartnær tveimur áratugum var hann þannig staddur að líkurnar til langlífis voru hartnær engar.

Gleði á tíu ára afmæli 
hjá Ferðafélagi barnanna

„Markmiðið með Ferðafélagi barnanna hefur ávallt verið að skapa skemmtilegan vettvang fyrir börn og fjölskyldur þeirra til að njóta útiveru, takast á við nýjar og spennandi áskoranir og hafa einafaldlega gaman af því að leika sér úti.“

Samstarf um öryggi

Ferðafélag Íslands og Slysavarnarfélagið Landsbjörg hafa gert með sér samstarfssamning. Ferðafélagið styrkir starf Hálendisvaktar Landsbjargar og félögin vinna sameiginlega að öryggismálum ferðamanna, bæði með fræðslustarfi m.a. skiltum sem sett eru upp við fjölfarnar gönguleiðir, stikunum leiða og merkingum.

Sumarnætur

Hvað er fegurra eða friðsælla en töfrar íslenskrar sumarnætur þegar jörðin ilmar af gróðri, fjöllin dotta ofan í lognkyrr vötnin og jörðin sefur? Þetta er tíminn þegar döggin glitrar á birkilaufi og lyngi, þegar birtubrigðin slá bjarma yfir land og haf. Tíminn þegar öll skilningarvit opna sig fyrir magni náttúrunnar, þögnin verður allt að því hávær og okkur finnst við heyra jörðina anda.

Hálendið & opnanir skála

Búið er að opna veg 208 frá Sigöldu og Dómadalsleið F225 að Landmannalaugum.

Skrifstofa lokuð miðvikudag 29. maí

Lokað verður á skrifstofu Ferðafélags Íslands miðvikudaginn 29. maí vegna starfsdags starfsfólks FÍ.

Úlfarsfell 1000 með glæsibrag

Hátíðin Úlfarsfell 1000, sem Ferðafélag Íslands stóð fyrir í gær, heppnaðist vel. Hartnær 1000 manns lagði leið sína á fjallið þar sem tónlistarfólk hélt uppi miklu fjöri.

Vegur 208 í Landmannalaugar opinn

Vegagerðin hefur opnað veg 208 í Landmannalaugar í Friðland að Fjallabaki en aðrir vegir á svæðinu eru enn lokaðir.

Herra Hnetusmjör og Jakob Frímann á Úlfarsfelli 1000

Hátíðin Úlfarfell 1000 verður haldin í annað sinn fimmtudaginn 23. maí kl. 18:00 FerðafélagÍslands stendur fyrir hátíðinni ásamt stuðningsaðilum.

Öxarfjörður út og suður 9.-13. júlí. Sumarleyfisferð Ferðafélagsins Norðurslóðar við Öxarfjörð.

Nokkur sæti laus í sumarleyfisferð Norðurslóðar við Öxarförð. Gengið frá fjöru til fjalla, um núpa, gil og gljúfur. Gist er á farfuglaheimili á Kópaskeri í fjórar nætur. Ekki er gert ráð fyrir sameiginlegum mat fyrsta kvöldið en góð eldunaraðstaða er á farfuglaheimilinu.