Esjan alla daga 8. - 12. mars - Dagskrá
04.03.2010
FÍ fjör í Esjunni, Esjan alla daga 8. - 12. mars. Ferðafélag Íslands býður upp á gönguferðir með fararstjórn alla daga 8. - 12. mars. Þeir sem mæta í allar göngurnar fá glæsilega Cintamani húfu í verðlaun merkta FÍ. Fararstjóri er hinn síungi Þórður Marelsson.
Ef veður leyfir verður reynt að fara aðrar leiðir á fjallið en hina hefðbundnu. Sjá nánar hér að neðan. Brottför er ávallt kl. 18.00.
Tilvalið fyrir þá sem eru að undirbúa sig fyrir gönguferðir sumarsins, Hvannadalshnúk eða annað. Eins er þetta afar góð aðferð fyrir þá sem vilja missa nokkur kg á skömmum tíma.