Útivera kemur út á ný
18.03.2010
Tímaritið Útivera kemur út á ný nú á vormánuðum. Það er fyrirtækið Athygli sem gefur blaðið út og ritstjóri þess verður Valþór Hlöðversson en í þriggja manna ritnefnd sitja Gunnar Hólm Hjálmarsson, Ragnheiður Davíðsdóttir og Páll Ásgeir Ásgeirsson.
Útivera mun eins og áður fjalla um útiveru, ferðalög, fjallgöngur og íslenska náttúru í sem víðustum skilningi.