Hátt í fimmhundruð manns á kynningu FÍ ,,eitt fjall á viku"
07.01.2010
Hátt í 500 manns mættu á kynningu Ferðafélags Íslands í kvöld þegar verkefnið ,,Eitt fjall á viku" var kynnt. Aldrei hafa fleiri verið samankomnir í sal félagsins sem tekur 320 manns í sæti en salurinn var yfirfullur af áhugasömu fjallafólki. Þegar hafa á annað hundrað manns skráð sig í verkefnið en fyrsta gangan í verkefninu þar sem gengið verður á eitt fjall í viku, allt árið 2010, alls 52 fjöll, verður nk sunnudag, þegar gengið verður á Helgafell. Skráningartími í verkefnið er til 20. janúar en gefinn er kostur á að mæta í tvær fjallgöngur til prufu, en eftir það þarf að staðfesta þátttöku með greiðslu.