,,Hressilegar áskoranir," segir formaður ferðanefndar
30.01.2010
Margar nýungar eru í ferðaáætlun Ferðafélags Íslands fyrir árið 2010. Má þar nefna nokkrar sumarleyfisferða félagsins hafa ekki áður verið á dagskrá og einnig er boðið upp á fjölmargar helgar- og dagsferðir sem ekki hafa boðist áður. Nýjungar eru dæmis daglegar jökulgöngur úr Þórsmörk á Eyjafjallajökul snemma sumars og einnig ferðir um Friðland að fjallabaki sem er umfjöllunarefni Árbókar FÍ í ár. „Yngra fólk leitar í auknum mæli til okkar og er opið fyrir hressilegum áskorunum, eins og verkefninu 52 fjöll sem við fórum af stað með í ársbyrjun. Ferðafélagið mætir vaxandi áhuga yngra fólks með mikilli ánægju," segir Sigrún Valbergsdóttir formaður ferðanefndar Ferðafélags Íslands.