Til hamingju Ísland að ég fæddist hér
14.02.2010
Nú hefur skapast sú hefð hjá gönguhópum Eitt fjall á viku að syngja eitt lag eða tvö í hverri göngu. Austurbæingar tóku lagið í tvígang á leið sinni á tind Skálafells. Fyrra lagið var sérútgáfa af laginu ,,Til hamingju Ísland að ég fæddist hér,, og var bætt við textann, eitt fjall á viku, alltaf með þér. Þegar upp var komið var heldur tekið að blása eins og oft er á Skálafelli og var þá sungið Yfir kaldan eyðisand, einn um nótt ég sveima. Síðan var haldið niður á leið með byr undir báða vængi.




