Húsfyllir á myndakvöldi
21.01.2010
Um 150 manns mættu á myndakvöld Ferðafélags Íslands á miðvikudagskvöld. Þar voru sýndar myndir úr skíðaferðum um fjöll og jökla að vetrarlagi. Einar Ragnar Sigurðsson sýndi myndir úr ferðum um Laugaveginn á skíðum og ferð þvert yfir Vatnajökul sumarið 1997.
Páll Ásgeir Ásgeirsson sýndi myndir úr skíðaferðum um Síðuafrétt og inn í Öskju veturna 2008 og 2009. Fjöldi gesta endurspeglar mikinn áhuga á ferðum af þessu tagi og nokkrar umræður urðu um búnað og skipulag í ferðum af þessu tagi.