Ferðafélag Ísafjarðar endurreist
02.02.2010
Boðað hefur verið til aðalfundar Ferðafélags Ísafjarðar þar sem áformað er að endurreisa félagið. Ferðafélag Ísafjarðar var stofnað fyrst 1949 og starfaði til 1957. Næst var félagið endurvakið 1979 og starfaði þá með nokkurri reisn í 6-7 ár en lagðist svo í dvala á ný.