Stofnun áhugamannafélags um jarðfræði
21.01.2010
Hugmyndin er að hittast nokkrum sinnum á ári, ýmist á fræðslufyrirlestrum eða í vettvangsferðum, og leita til sérfræðinga um að koma með innlegg, allt eftir áhuga og/eða aðstæðum hverju sinni, t.d. ef einhverjir þeir atburðir verða sem kalla á að um þá sé fjallað. Við viljum að yfirbyggingin verði sem allra minnst og reglur félagsins einfaldar í sniðum, svo jafnvel verði hægt að komast hjá því að leggja á félagsgjöld og halda utanum slík leiðindi. Þetta á bara að vera gaman.




