Allir starfsmenn Valitors í Ferðafélag Íslands
04.01.2010
Alir starfsmenn Valitors / Visa Island gengu í Ferðafélag Íslands nú fyrir áramótin, alls rúmlega 100 starfsmenn. Um var að ræða nýársgjöf fyrirtækisins til starfsmanna en FÍ hafði sl. haust og nú fyrir jólin kynnt jákvæðan jólapakka þar sem fyrirtækjum og einstaklingum var boðið að ganga í félagið en árgjaldið í FÍ 2010 er kr. 5.800 og er þá árbókin innifalin og aðgangur að öllu starfi félagsins og afsláttur í ferðir og skála og fjölda útivistarverslana. Að sögn forsvarsmanna Valitors þótti þeim þetta tilvalin hugmynd að færa starfsmönnum jákvæðan og uppbyggilegan nýársglaðning og stuðla meðal annars að hreyfingu og heilbrigðum lífsstíl starfsmanna. Nánar verður sagt frá þessari nýársgjöf Valitors á heimasíðu FÍ á næstunni en Valitor hefur verið samstarfsaðili FÍ undanfarin ár og styrkt meðal annars skiltagerð félagsins á Laugaveginum, Fimmvörðuháls og við Öræfajökul.