Viltu koma með að mæla jökul?
05.10.2009
Jón Eyþórsson einn af fyrrum forsetum Ferðafélags Íslands og frumkvöðull í margvíslegu vísindastarfi á Íslandi er upphafsmaður sporðamælinga á jöklum. Hann hóf þær um 1930 og kom á fót neti sjálfboðaliða um land allt sem mældu framskrið og hopun jökla undir hans leiðsögn.
Þetta starf hefur haldist til þessa dags en hefur verið í umsjá Jöklarannsóknarfélags Íslands í hartnær 60 ár en í dag fylgjast sjálfboðaliðar með um 40 jökulsporðum og heimsækir hver sitt fósturbarn einu sinni á ári. Þessa dagana er hentugur tími til þess að fást við mælingar áður en vetur sest að.