Ljósmyndasamkeppni FÍ
18.10.2009
Ferðafélag Íslands efnir til ljósmyndasamkeppni sem er öllum opin. Hver keppandi skal senda eigi fleiri en þrjár myndir á netfangið: fi@fi.is
Skilafrestur ljósmynda er til 1.des. 2009 og keppt er í tveimur flokkum. Í öðrum flokknum er leitað eftir myndum sem teknar eru í ferðum á vegum Ferðafélags Íslands en í hinum flokknum geta verið ljósmyndir almenns eðlis en þær skulu sendar á sama netfang innan sömu tímamarka.
Niðurstöður í samkeppninni verða kynntar 22. des 2009 en dómnefnd verður skipuð fagmönnum í fremstu röð á sviði ljósmyndunar. Sigurvegarar fá vegleg verðlaun sem eru stafræn myndavél frá Nikon og sumarleyfisferð með Ferðafélagi Íslands að eigin vali fyrir tvo.