Gönguferðir alla sunnudaga hjá FÍ kl. 10.30
28.10.2009
Veðrið var með eindæmum gott og eru orð Halldórs Laxness úr Heimsljósi best fallin til að lýsa ástandinu á Vífilsfelli á sunnudaginn þar sem Snæfellsnesið og jökulinn bar við himin í ljósi sólarinnar. Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu.




