Allir út - allir í Heiðmörk
15.08.2009
Ferðafélag Barnanna stendur fyrir fjölskylduhátíð í Heiðmörk í dag og hefst dagskráin kl. 14. Meðal annars er boðið upp á ratleik, gönguferðir, Ingó úr Veðurguðunum og grænmetisveislu. Ljóst er að veðurblíða mun leika við borgarbúa í dag og því um að gera fyrir alla að drífa sig út og skella sér upp í Heiðmörk. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.