Myndir úr ferðum FÍ í sumar verða setta í myndabankann á heimasíðunni eftir því sem þær berast til skrifstofu frá fararrstjórum eða þátttakendum í ferðum. Þessar skemmtilegu myndir úr ferð FÍ ,,Björg í bú" þar sem Gísli Már Gíslason prófessor var fararstjóri má sjá með því að smella hér Eyjölfur Sturlaugsson tók myndirnar.
Umferð um Laugaveginn, vinsælustu gönguleið landsins hefur aldrei verið meiri en í sumar. Bæði er töluvert aukning af íslendingum á ferð og einnig eru fleiri erlendir ferðamenn á leiðinni. Skálar FÍ á leiðinni eru allir meira og minna fullbókaðir í júlí og fram í ágúst.
Brynjudalur er afar fallegur og gróðursæll, umgyrtur háum fjöllum á báða vegu. Norðan dals heitir Múlafjall en sunnan eru það Bolafell og Suðurfjall og Þrándarstaðafjall vestast. Innst í dalbotninium heita Þrengsli. Brynjudalur státar af ótal giljum, flúðum og fossum sem vert er að gefa gaum. Eftir dalnum miðjum rennur Brynjudalsá sem á upptök sín í Sandvatni austan Djúpadalsborga. Rómantískara og fallegra verður það varla
Brynjudalur er afar fallegur og gróðursæll, umgyrtur háum fjöllum á báða vegu. Norðan dals heitir Múlafjall en sunnan eru það Bolafell og Suðurfjall og Þrándarstaðafjall vestast. Innst í dalbotninium heita Þrengsli. Brynjudalur státar af ótal giljum, flúðum og fossum sem vert er að gefa gaum. Eftir dalnum miðjum rennur Brynjudalsá sem á upptök sín í Sandvatni austan Djúpadalsborga. Rómantískara og fallegra verður það varla
Mikill umferð göngumanna er nú í Esjuhlíðum og er Esjan eitt af vinsælustu útivistarsvæðum Reykjavíkur. Í gestabækur FÍ á Þverfellshorni og við Steininn skrifa á hverju sumri yfir 10 þúsund manns. Ferðafélag Íslands og Skógræktarfélag Reykjavíkur hafa um árabil unnið að uppbyggingu göngustíga í Esjunni, að merkingum, brúargerð og fleira.
Sléttugangan árlega verður gengin 8. ágúst nk. Gengið er frá Raufarhöfn yfir Melrakkasléttu og komið niður í nágrenni Kópaskers, nánar tiltekið í grennd við spennustöð við Snartarstaði. Þetta er um 30 km ganga, falleg og góð gönguleið.
Mikill fjöldi ferðamanna hefur lagt leið sína í Norðurfjörð á Ströndum í sumar og hefur aldrei verið meira að gera í skála FÍ í Norðurfirði. Var af þeim ástæðum bætt við skálaverði í skálanum ....
Sja myndir frá Norðurfirði sem voru teknar í gær.
Mikill umferð göngumanna er nú í Esjuhlíðum og er Esjan eitt af vinsælustu útivistarsvæðum Reykjavíkur. Í gestabækur FÍ á Þverfellshorni og við Steininn skrifa á hverju sumri yfir 10 þúsund manns. Ferðafélag Íslands og Skógræktarfélag Reykjavíkur hafa um árabil unnið að uppbyggingu göngustíga í Esjunni, að merkingum, brúargerð og fleira.
Nú er fullbókað í ferð FÍ á 'Fimmvörðuháls um helgina og í María María fjölskylduferð í Þórsmörk. Alls verða því 50 manns sem ætla að njóta útiveru og náttúru og skemmta sér í Þórsmörk í þessum tveimur ferðum. Gengið er yfir Fimmvörðuháls á einum degi en í fjölskylduferðinni María María er farið í stuttar skemmtigöngur í Þórsmörk með leikjum og sprelli og síðan sameinast hóparnir á kvöldvöku, grillveislu og brennu á laugardagskvöldi.