Vatnaleiðin - nýtt fræðslurit FÍ komið út.
19.08.2009
Vatnaleiðin, nýtt fræðslurit FÍ er nú komið út og er hið 15. í ritröðinni. Reynir Ingibjartsson skrifar leiðarlýsingu og fróðleik. Fjölmargir lögðu til myndir í ritið sem er 82 bls og hefur að geyma fjölda korta af gönguleiðum á svæðinu. Ólafur Valsson sá um kortagerð og Sögumiðlun, Gyða Björnsdóttir braut um ritið. Í útgáfunefnd FÍ sitja Birgir Guðmundsson, Pálmi Bjarnason og Birgir Sigurðsson. Ritið er fáanlegt á skrifstofu FÍ sem og í öllum helstu bókaverslunum.




