Fréttir

FÍ endurbyggir Kóngsbrú yfir Brúará

Ferðafélagið hefur nú lokið við að endurbyggja gömlu Kónsbrúnna yfir Brúará.  Framkvæmdir stóðu yfir í 10 daga og lauk framkvæmdum í gær.  Nýja brúin er hin veglegasta og er göngubrú  yfir Brúará þar sem Kóngsvegurinn liggur í landi Efstadals og Syðri Reykja, uþb. 10 km neðan við Brúárárskörð.  Fjölmargar skemmtilegar gönguleiðir eru á svæðinu.  Ferðafélag Íslands tók verkið að sér að beiðni Bláskógabyggðar og var verkið styrkt af Vegagerðinni.

Ferðafélag barnanna

Ferðafélag Íslands boðaði til stofnfundar Ferðafélags Barnanna mánudaginn 22.júní sl. Starfsemi Ferðafélags barnanna verður kynnt nánar á næstu misserum en boðið verður upp á ferðir og fræðslu af ýmsu tagi fyrir börn og foreldra. Félagsgjald í Ferðafélagi barnanna er kr. 1000. Innifalið í félagsgjaldi er félagskírteini og þátttaka í ferðum og viðburðum og vegum félagsins. Hægt er að skrá sig í Ferðafélag barnanna með því að senda tölvupóst á fi@fi.is og gefa upp nafn og kt, og nafn forráðamanns.

Halló Bolungarvík - Reykjarfjörður

Halló Bolungarvík - Reykjafjörður, unglingar á ferð og flugi.  FÍ býður upp á unglingaferð í Bolgungarvík og Reykjarfjörð á Hornströndum eftir verslunarmannahelgi með Guðmundi Hallvarðssyni og Hallvarði Jóni.  

Aukaferð um Jarlhettuslóðir 3. águst

Nú hefur verið sett upp aukaferð um Jarlhettuslóðir með Ólafi Erni Haraldssyni. 8 sæti eru laus í ferðina en fyrri ferðin er fullbókuð.

Fullbókað á Laugaveginn

Fullbókað er í allar ferðir FÍ á Laugaveginn í sumar.  Einnig er fullbókað í óeiginlegum Laugavegi og kennaferð um Laugaveginn.  Þá er fullbókað í sérstaka barna og fjölskylduferð FÍ um Laugaveginn á vegum Ferðafélags barnanna með 18 börnum og 12 fullorðnum.

Stór hópur í Þjórsárver

Í morgunsárið lagði 30 manna hópur af stað í  FÍ ferð í Þjórsárver með tveimur fremstu vistfræðingum landsins og vísindamönnum þeim Gísla Má Gíslasyni og Þóru Ellen Þórhallsdóttur.  Þau hafa bæði stundað rannsóknir á lífríki Þjórsárvera í fjölmörg ár og eru án efa í hópi þeirra sem þekkja Þjórsárver best. Ferðin tekur sex daga og er farið yfir Þjórsá á bát, gengið á Arnarfell hið mikla og litla, farið að Múlajökli, hugað að gróðurfari og lífríkinu og gengið í Setrið.

sdfgsdfg

dfssdfgsdfg

Skálar Ferðafélags Íslands

Skálar Ferðafélags Íslands og deildanna úti um land eru þægilegir áningarstaðir á ferðalagi um óbyggðir Íslands. Þau eru á 38 stöðum víðsvegar um land og allur almenningur getur nýtt þau óháð aðild að Ferðafélaginu.

Austurdalur í Skagafirði

Ferðafélag Skagafjarðar stendur fyrir áhugaverðurm ferðum í Austurdal í Skagafirði um miðjan júlí og í lok júlí.  Laust er ferðinar og er skráning hjá Gísla Rúnari Konráðssyni fararsstjóra.

Esjan alla daga 6. - 10. júlí.

Ferðafélagið býður upp á gönguferðir á Esjuna,  Esjan alla daga 6. - 10. júlí.   Fararstjóri er hinn síungu Þórður Marelsson.  Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir.  Á föstudeginum 10. júlí verður boðið upp á morgungöngu kl. 6.30.