Aukaferð á Arnarvatnsheiði í ágúst
02.08.2009
Sumarleyfisferðir FÍ eru sérlega vel bókaðar í sumar. Flestar ferðir eru fullbókaðar og hafa verið settar upp nokkrar aukaferðir. Nú er boðið upp á aukaferð á Arnarvatnsheiði í ágúst., Með eilífðinni á Arnarvatnsheiði Surtshellir, gígur, hraun og veiði , síðsumarstemming, berjamó og fyrstu haustlitir. Fararstjóri í ferðinni er Sigrún Valbergsdóttir leikstjóri og varaforseti FÍ.




