FÍ endurbyggir Kóngsbrú yfir Brúará
20.07.2009
Ferðafélagið hefur nú lokið við að endurbyggja gömlu Kónsbrúnna yfir Brúará. Framkvæmdir stóðu yfir í 10 daga og lauk framkvæmdum í gær. Nýja brúin er hin veglegasta og er göngubrú yfir Brúará þar sem Kóngsvegurinn liggur í landi Efstadals og Syðri Reykja, uþb. 10 km neðan við Brúárárskörð. Fjölmargar skemmtilegar gönguleiðir eru á svæðinu. Ferðafélag Íslands tók verkið að sér að beiðni Bláskógabyggðar og var verkið styrkt af Vegagerðinni.