Fullbókað í barna og fjölskylduferð um Laugaveginn
24.07.2009
Nú er fullbókað í barna og unglingaferð Ferðafélags barnanna um Laugaveginn. Alls um 30 manns, þar af 20 börn ganga Laugaveginum með hefðbundnum hætti á fjórum dögum. Komið verður í Þórsmörk á laugardegi um verslunarmannahelgina og ætla þá margir að dvelja þar lengur yfir helgina enda Langidalur í Þórsmörk mikil fjölskyldu- og náttúruparadís.