Félagsmenn munið eftir að greiða árgjaldið
31.07.2009
Árbók FÍ um Vestmannaeyjar hefur verið afar vel tekið en bókin kom út í júní. Bókin er ríkulega myndskreytt og í henni eru fjölda korta um Vestmannaeyjar og ekki síst er textinn skrifaður af f'ádæma þekkingu höfundar og úrvalsliðs aðstoðarmanna. Félagsmenn í Ferðafélaginu eru minntir á að greiða árgjaldið og fá þá árbókina senda heim.