Esjan endilöng - ferðasaga
15.06.2009
Það var myndarlegur hópur Ferðafélaga sem gekk Esjuna endilanga í gær sunnudag. Gengið var frá Svínaskarðsá upp á Móskarðshnúka og þaðan um Laufskörð yfir á Esjuna sjálfa og svo eftir henni endilangri með viðkomu á Hábungu sem er hæsti punktur þessa vinsæla fjalls, 914 metrar.