Hvannadalshnúkur BREYTT ferðatilhögun
05.06.2009
Þar sem útlit er fyrir gott veður á Öræfajökli fyrir hádegi á morgun en skúrum um hádegisbil og þar sem hætt er við mikilli sólbráð þegar líður á daginn, hefur verið ákveðið að flýta uppgöngutíma til miðnættis í nótt. Gangan hefst því frá Sandfelli kl. 00:00 (á miðnætti) aðfaranótt laugardagsins 6. júní. Þátttakendur verða að vera mættir að Sandfelli á þessum tíma.
Með kveðju,
Haraldur Örn
fararstjóri