"Fólkið vildi ekkert við okkur tala"
25.06.2009
Runninn er upp tími gönguferða á vegum Ferðafélagsins um friðlandið á Hornströndum og er fyrsta ferðin raunar þegar hafin. Búast má við að margir fleiri Hornstrandafarar séu að undirbúa sig í þessum skrifuðu orðum en á sumri hverju skipta farþegar FÍ á þessu rómaða svæði hundruðum. Vart þarf að fara mörgum orðum um fegurð og mikilfengleik Hornstranda auk þess sem saga liðinna alda er við hvert fótmál.




