200 manns með FÍ á Snæfellsjökul á Jónsmessunótt
15.06.2009
Nú eru aðeins örfá sæti laus með FÍ á Snæfellsjökul. Þá munu 200 göngugarpar ganga á Snæfellsjökul með Ferðafélaginu. ,,Þetta lítur mjög vel, góð þátttaka og veðurspáin virðist ætla að verða okkur hagstæð," segir Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ og fararstjóri í ferðinni. Lagt verður af stað frá Mörkinni 6 kl. 17 á föstudaginn og klukkan 21.00 verður lagt af stað í gönguna sjálfa. Nákvæm ferðatilhögun, sem og list yfir nesti og búnað verður að finna á heimasíðu FÍ frá 17. júní.




