Afmælisrit Svavars Sigmundssonar 7. september 2009
25.06.2009
Svavar Sigmundsson verður sjötugur 7. september 2009. Af því tilefni mun Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gefa út afmælisrit honum til heiðurs með úrvali greina eftir hann. Valdar hafa verið 35 greinar eftir Svavar og spanna þær undanfarna fjóra áratugi. Meirihluti greinanna fjallar um nöfn og nafnfræði. Sjá eftirfarandi efnisyfirlit. Þar má finna greinar á sex tungumálum (dönsku, ensku, færeysku, íslensku, sænsku og þýsku). Auk þeirra verður í bókinni heildarskrá um útgefin rit Svavars Sigmundssonar. Bókin verður um 300 bls. að stærð.