Örganga miðvikudaginn 20. maí, kl 19:00 Fimmta og síðasta leiðin liggur frá hitaveitugeymunum á Grafarholti um Kristnibraut - inn á göngustíg við Sóltorg. Stígnum fylgt meðfram Grafarlæk - inn á stíg norðanvert við Grafarvoginn og umhverfis voginn. Á bakaleið verður farið um fyrrum sumarbústaðalönd og inn á stíginn, sem liggur að upphafsstað. Notið góða skó. Ferð verður farin óháð veðri. Göngustjórar: Guðlaug Sveinbjarnardóttir og Höskuldur Jónsson