Menningarsjóður VISA styrkir FÍ til starfs fyrir eldri borgara
25.05.2009
Stjórn Menningarsjóðs VISA hefur úthlutað 12 styrkjum í ár. Þetta er í þrettánda sinn sem úthlutað er úr sjóðnum en alls hafa 104 styrkir verið veittir frá upphafi, flestir til menningarmála. Stjórn sjóðsins ákvað að í ár skyldi styrkfjárhæðinni varið til menningar-, líknar-og velferðarmála. Að þessu sinni hlutu eftirtaldir styrk úr sjóðnum: Ferðafélag Íslands hlaut styrk til að hvetja eldri borgara til hreyfingar og útiveru og standa fyrir verkefni því tengdu.




