Styttist í morgungöngur FÍ
15.04.2009
Nú styttist óðum í að morgungöngur FÍ hefjist en þá verður gengið á fjöll í nágrenni Reykjavíkur við fyrsta hanagal, eða klukkan sex að morgni. Morgungöngur FÍ eru nú sjötta árið í röð og hafa notið mikilla vinsælda árrisulla göngumanna. Alls mættu fimm í fyrstu gönguna 2004 en nú hafa um 300 manns tekið þátt í gönguvikunni, en gengið er á fjöll 5 daga í róð fyrstu vikuna í maí.