Fjallakvöld 19. febrúar
15.02.2009
Næsta Fjallakvöld FÍ er fimmtudaginn 19. febrúar. Á Fjallakvöldum er tilvalið tækifæri til að hittast og spjalla um ferðir og búnað, bækur og skiptast á upplýsingum. Sérfræðingar, bæði fararstjórar og búnaðarfíklar mæta og miðla af reynslu sinni. Þátttaka á Fjallakvöld FÍ er ókeypis og er boðið upp á fjallakakó.