Skíðaferð yfir Mosfellsheiði.
05.02.2009
Ferðafélag Íslands efnir til gönguskíðaferðar þvert yfir Mosfellsheiði á sunnudag. Brottför úr Mörkinni 6 kl. 1030 á sunnudagsmorgun 8. febrúar. Þaðan flytur rúta skíðamenn upp á Mosfellsheiði en þaðan verður gengið til suðurs þvert yfir heiðina og endað við Litlu kaffistofuna í Svínahrauni. Þar bíður rútan og flytur hópinn til baka aftur. Vegalengd 16 km og gangan tekur líklega fjóra tíma.
Hafið með ykkur kakó á brúsa og nesti og góða ferðaskapið. Hentar öllum sem vanir eru að ganga á skíðum. Í lengra lagi fyrir byrjendur.




