Fréttir frá Ferðafélagi Skagfirðinga
16.09.2008
Þann 12. september var gerður út leiðangur til viðhalds á Ingólfsskála er stendur í Lambahrauni norðan við Hofsjökul. Borin var tjara á allan skálann, þak málað og sett upp langþráð gasgeymsla utandyra. Tekið var rækilega til í skálanum og hann þrifinn hátt og lágt.




