Nýr skáli FÍ í Álftavatni
22.08.2008
Hróður Laugavegarins, vinsælustu gönguleiðar hálendisins berst víða. Umfjöllun um Laugaveginn er víða í erlendum tímaritum. Um átta þúsund manns ganga Laugaveginn á hverju sumri og eru erlendir göngumenn í meirihluta. Ferðafélag Íslands hóf uppbyggingu á Laugaveginum fyrir 50 árum og hefur síðan byggt upp fimm skála á leiðinni og auk þess fest kaup á Hvanngili.