Fréttir

Í fótspor útilegumanna

Nú má finna myndir úr ferð FÍ ,,Í fótspor útilegumanna og galdramanna á Ströndum" sem farin var í júlí byrjun. Fararstjóri var Sigríður Lóa Jónsdóttir  

Fossarnir í Djúpárdal, myndbandsskot á Útivera.is

Tímaritið Útivera kemur út relgulega og fjallar um útivist og fjallamennsku á lifandi og skemmtilegan hátt. Útivera.is stendur nú fyrir vefvarpi sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Á vefvarpinu er hægt að sjá stutt myndbandsskot úr ferðum, útivistar og fjallaviðburðum. Nýjasta myndskotið er tekið í Ferðafélagsferð, Fossarnir í Djúpárdal, með Páli Ásgeiri sem fararstjóra, sjá www.utivera.is

FÍ leitar að nafni

„Nú er orðið beinlínis aðkallandi að finna leiðinni formlegt nafn. Við munum að Laugavegsnafnið kom á sínum tíma nánast sem gamanmál, en náði síðar flugi og festist við leiðina. Ég leita því að góðu nafni og skora á alla með hugmyndir um að koma þeim á framfæri,“ segir Ólafur Örn.

Þjórsárver - náttúruperla á heimsvísu

Gísli Már Gíslason og Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessorar við Háskóla Íslands og líffræðingar eru fararstjórar í ferð FÍ í Þjórsárver 30. júlí - 6. ágúst. Þóra Ellen og Gísli Már eru bæði sérfræðingar í lífrríki Þjórsárvera og þekkja svæðið betur flestir. Enn eru nokkur sæti laus í þessa einstöku ferð FÍ með þessum frábæru fararstjórum.

Mikil umferð í Landamannalaugum

Mikil umferð er í Landmannalaugum þessa dagana og skáli FÍ þétt bókaður. Helga Garðarsdóttir skálavörður FÍ segir að umferðin hafi farið vaxandi nú síðustu daga. Mikið sé að gönguhópum að leggja af stað Laugaveginn og eins dagsgestum í styttri gönguferðum.

Esjan alla daga

Esjan alla daga, gönguferðir á Esjuna 14. - 18. júlí hófust í gær. Þátttaka var ágæt en enn er hægt að slást í hópinn og vera með í skemmtilegum heilsubótargöngum. Gangan hefst kl. 18.00 frá bílastæðinu við Mógilsá allla daga og er þátttaka ókeypis. Sjá myndir í myndabanka FÍ.

Vel heppnuð gönguvika hjá Ferðafélagi fjarðarmanna

Dagana 21. - 28. júní 2008 var Gönguvika í Fjarðabyggð. Ferðafélag fjarðamanna stóð að gönguvikunni ásamt Ferðaþjónustunni Mjóeyri, Ferðamálafélagi Fjarðabyggðar og Fjarðabyggð. Sjá heimasíðu Ferðafélags fjarðamanna

Langt ná klær Kötlu

Á árunum 1975 - 1984 urðu mikil umbrot í Kelduhverfi.  Mörg eldgos urðu á Kröflusvæðinu og í Gjástykki og mjög harður jarðskjálfti skók svæðið vorið 1976.  Þegar snjóa leysti  hafði myndast vatn á sandinum sem fékk nafnið Skjálftavatn.

Esjan eftir vinnu - góð mæting - myndir

Góð mæting var í Esjugöngu FÍ í gærkvöldi, Esjan eftir vinnu. Um 25 manns, konur, krakkar og kallar tóku þátt í göngunni í besta veðri. Þórður Marelsson fararstjóri stjórnaði æfingum á leiðnni og teygjum í lokum.  Sjá myndir úr göngunni

Þórsmörk - líf og fjör í Langadal

Starf skálavarða FÍ á fjöllum er fjölbreytt. Starfið snýst meðal annars um mótttöku gesta, leiðsögn, þrif, björgun og margt margt fleira.  Í Langadal í Þórsmörk eru nú starfandi þrír skálaverðir og er í mörg horn að líta hjá skálavörðunum. Sjá myndir.