FÍ byggir nýjan skála í Álftavatni
07.07.2008
Framkvæmdir eru nú hafnar í Álftavatni við byggingu á nýjum skála Ferðafélagsins. Nýi skálinn er um 200 fm og mun taka 40 manns í gistingu. Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ segir að húsið verði reist á 5 dögum og síðan taki um 3 vikur að klára húsið að innan.