Esjan endilöng á sunnudaginn
11.06.2008
Ferðafélagið stendur fyrir gönguferð eftir Esjunni endilangri nk sunnudag. Páll Ásgeir og Rósa eru fararstjórar í gönguferð þar sem gengið verður úr Svínaskarði, eftir Móskarðshnúkum, um Laufskörð, á Hátind fram hjá Þverfellshorni og niður Kerhólakamb og komið niður við Esjuberg.