Fararstjórar FÍ á sprungunámskeiði
15.05.2008
Fararstjórar hjá Ferðafélagi Íslands tóku þátt í sprungunámskeiði á dögunum hjá Jökli Bergmann. Þetta er annað árið í röð sem Jökull er með námskeið fyrir fararstjóra FÍ en hann er nýútskrifaður frá Kanada með próf í fjallaleiðsögn af hæstu gráðu. Útivera.is er með skemmtilegt spjall við Jökul og fréttir af námskeiðinu á vef sínum www.utivera.is, þar sem er að finna nýjan veffréttavarpa.
Sjá hér




