Myndakvöld - Lónsöræfi - 9. apríl
04.04.2008
Næsta myndakvöld FÍ er miðvikudaginn 9. apríl. Þá verða sýndar myndir frá Lónsöræfum, auk fróðleiks um svæðið. Lónsöræfin eru ein af náttúruperlum landsins og sífellt fleiri ferðamenn leggja leið sína þangað. Leifur Þorsteinsson hefur umsjón með myndakvöldinu. Aðgangseyrir kr. 600, allir velkomnir, kaffi og meðlæti.