Góð þátttaka í fyrstu morgungöngu FÍ
05.05.2008
Góð þátttaka var í fyrstu morgungöngu Ferðafélagsins þetta árið. Um sextíu manns gengu á Helgafell ofan Hafnarfjarðar í ljómandi góðu veðri. Valdimar Örnólfsson stjórnaði morgunleikfimi í upphafi göngu. Á morgun verður gengið á Keili og lagt af stað í einkabílum frá Mörkinni 6 kl. 6 og eða frá bílastæðinu á Höskuldarvöllum kl. 6.20. Á miðvikudag er gengið á Vífilsfell, fimmtudag á Helgafell í Mosfellssveit og föstudag á Úlfarsfell. Þátttaka er ókeypis í morgungöngurnar, allir velkomnir. Myndir úr morgungöngunum eru væntanlegar í myndabanka FÍ. Fararstjóri í morgungöngum FÍ er Páll Ásgeir Ásgeirsson.