50 morgunhanar í súld og þoku á Vífilsfelli.
07.05.2008
Frábær þátttaka hefur verið í morgungöngum Ferðafélagsins í ár. Um 60 manns mættu fyrstu tvo morgnana og gengu á Helgafell á mánudag og Keili á þriðjudag. Í morgun var stefnt á Vífilfell þrátt fyrir að súld lægi yfir toppnum. Samtals 43 vaskir morgunhanar gerðu léttar leikfimiæfingar við rætur fjallsins og töltu svo af stað upp í þokuna. Páll Ásgeir Ásgeirsson fararstjóri í morgungöngunum sagði að veðrið í morgun hefði verið dumbungslegt og í miðju fjalli hefði skyggni verið lítið sem ekkert....., Sjá myndir




