Skíðaganga á Pálmasunnudag - ferðasaga
17.03.2008
Hvílikt veður, hvílíkt færi, hvílíkt fólk eru orð sem koma mér í hug eftir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í menningarskíðagöngu á vegum Ferðafélags Íslands, eins og ég kýs að kalla ferðina sem farin var á Pálmasunndag 16. mars. Um miðja vikuna á undan benti veðurspá til þess að veður mundi verða þokkalegt en að það yrði alveg logn og sólskin allan tíman var meira en maður þorði að vona.




