Skálavörður FÍ eru nú kominn til starfa í Landmannalaugum og verður með fasta viðveru í Laugum út apríl. Fyrir skömmu var farin vinnuferð í Landamannalaugar þar sem skálinn var standsettur fyrir vetraropnun. Öll aðstaða er nú opin í Laugum, þe skálinn, gistiaðstaða og eldhús, sem og salernisaðstaðan þe, vatnssalerni og sturtur og er nú bæði heitt og kalt rennandi vatn á svæðinu. Sem fyrr þarf að bóka og greiða fyrir gistingu á skrifstofu FÍ.