Blysför FÍ og Útivistar
23.12.2007
Blysför FÍ og ÚtivistarBlysför FÍ og Útvistar verður laugardaginn 29. desember. Gangan hefst frá Nauthóli kl .17.15 og er gengið í gengum skóginn í Öskjuhlíðinni að Perlunni þar sem flugeldasýning Landsbjargar hefst kl. 18. Jólasveinar heimsækja hópinn í skóginum, bregða á leik og taka lagið. Allir velkomnir, þátttaka ókeypis.




