Gullmerki á hátíðarfundi FÍ í dag
27.11.2007
Ferðafélag Íslands sæmdi í dag 26 einstaklinga gullmerki félagsins á hátiðarfundi í Norræna húsinu. Gullmerki FÍ eru veitt fyrir einstakt og óeigingjarnt starf fyrir félagið sem og fyrir framúrskarandi störf í þjóðfélaginu á kjörsviði félagsins. Ólafur Örn Haraldsson forseti FÍ veitti gullmerkin með aðstoð Sigrúnar Valbergsdóttur varaforseta og Viktors 11 ára upprennandi ferðafélaga.