Myndakvöld 10. október
28.09.2007
Fyrsta myndakvöld FÍ eftir sumarið verður miðvikudaginn 10. október. Þá sýna Gerður Steinþórsdóttir og Leifur Þorsteinsson myndir úr fórum sínum. Gerður sýnir myndir úr ferð sem farin var í Kringilsárrana fyrir rúmum 50 árum og meðal annars stutta kvikmynd úr ferðinni og kynnir ferðadagbók úr ferðinni og Leifur sýnir myndir úr botni Hvalfjarðar og kynnir nýtt fræðslurit FÍ um gönguleiðir á svæðinu. Aðgangseyrir er sem fyrr kr. 600, innifalið kaffi og meðlæti.