Fréttir

Ljósmyndagetraun FÍ

Í tilefni af 80 ára afmæli FÍ sem haldið verður hátíðlegt 27. nóvember nk verður hér á heimasíðu FÍ ljósmyndagetraun þar sem sýndar verða nokkrar myndir úr sögu félagsins. Spurt er hvaðan er myndin, hvenær var hún tekin og hverjir eru á myndinni. Ný myndaþraut verður í hverri viku fram að afmæli. Svör við hverri myndaþraut skulu send á netfangið fi@fi.is

Hetjur á vaði - haustferð hornstrandafara

Góð mæting var í haustgöngu Hornstrandafara í gær. Veður var þó á köflum vott en þó hvorki vont né gott og allir nutu göngunnar.  Um kvöldið var síðan etið og drukkið og dansað að hætti hornstrandafara svo úr varð hin besta skemmtun.  Arinbjörn Jóhannesson tók myndiir í ferðinni og sjá má á þeim að göngumenn þurftu að vaða ískaldar ár og læki.  Sjá myndir

Myndir úr sumarleyfisferðum

Myndir úr sumarleyfisferðum FÍ má finna á myndasíðu FÍ hér á heimasíðunni. Félagsmenn og þátttakendur í ferðum eru hvattir til að skila inn myndum úr ferðum og verða þær þá settar í myndabankann. Skemmtilegar myndir úr sumarleyfisferð FÍ frá Jaka yfir á Hveravelli er að finna á myndasíðu Arinbjörns Jóhannessonar og á myndasíðu FÍ. Sjá myndir

Haustganga Hornstrandafara FÍ

Haustganga Hornstrandafara FÍ Ágætu Hornstrandafarar !Hin árlega haustganga Hornstrandafara FÍ verður farin   laugardaginn 13. október nk. Allir velkomnir. Við höfum svipað fyrirkomulag og áður þ.e. að hafa hana með árshátíðarívafi og blöndum saman útivist og skemmtun. Dagskráin verður í aðalatriðum á þessa leið:

Ferðadagbók - Í náttúrunnar stórbrotna ríki

Í ársbyrjun gaf FÍ út ritið Í náttúrunnar stórbrotna ríki og segir í ritinu frá óbyggðaferð á fjallabílum um Brúaröræfi frá 1954,  í Hvannalindir, Herðubreiðarlindir og Öskju.  Ingólfur Einarsson ritaði ferðadagbók í ferðinni og eru þær lýsingar nú gefnar út, ásamt myndum úr ferðinni og kortum.

Fréttapóstur frá FÍ

Fréttapóstur frá Ferðafélagi Íslands 8. október. Hægt er að skrá sig á póstlista FÍ hér á heimasiðunni og fá þá relgulega fréttir af ferðum, skálum og félagsstarfi FÍ.

Myndakvöld miðvikudagskvöld 10. október

Myndakvöld miðvikudaginn 10. október Fyrsta myndakvöld FÍ að loknu sumri verður nk miðvikudagskvöld kl. 20.00 Þá kynnir Gerður Steinþórsdóttir dagbókina Í náttúrunnar stórbrotna ríki eftir Ingólf Einarsson en Ferðafélagið gaf hana nýlega út.Þar segir frá óbyggðaferð á fjallabílum um Brúaröræfi, eins og í Hvannalindir, Herðubreiðarlindir og Öskju. Sýndar verða ljósmyndir úr ferðinni og stutt kvikmyndarbrot.  Ingólfur ritaði dagbækur frá ferðum sínum í nær tvo áratugi, en ferðin inn á Brúaröræfi er sú eftirminnilegasta að hans sögn. Hann er heiðursfélagi í Hinu íslenska náttúrufræðifélagi. Gerður var yngsti þátttakandinn í óbyggðaferðinni og ritar formála að dagbókinni.Þá kynnir Leifur Þorsteinsson nýkomið fræðslurit FÍ; Gönguleiðir upp úr botni Hvalfjarðar, sýnir myndir frá svæðinu, segir frá gönguleiðum og kynnir á korti. Myndakvöldið hefst kl 20. Aðgangseyrir er að venju kr. 600 og innifalið er kaffi og meðlæti.  Allir velkomnir.

Vinnuferð í Norðurfjörð

Um sl. helgi var vinnuferð í skála FÍ í Norðurfirði á Ströndum. Gengið var frá fyrir veturinn og vatn tekið af, lokað fyrir glugga, flaggstöngin tekin niður og margt fleira.  Stærsta verkið var þó að nýlagt gólf í fjárhúsinu þar sem aðstaða er meðal annars fyrir tjaldgesti og dagsverðarhópa var málað. Jóhanna Gestsdóttir stýrði vinnuferðinni.  Sjá myndir á myndasíðu FÍ hér á heimasíðunni.

Nýtt skálavarðahús í Nýjadal

Sl. föstudag var vinnuferð í Nýjadal þar sem nýtt skálavarðahús var sett niður við skála FÍ á svæðinu. Skálavarðahúsið var flutt úr Landmannalaugum og sett niður ofan við tjaldstæðið í Nýjadal í um 50 m fjarlægð frá stærri skálanum. Alls voru með í för sjö vinnukallar og einn smiður auk kranameistara.  Vinnan gekk afar vel og var lokið um mjaltir.  Veður var hið besta en tók að slydda um það leiti er vinnu var lokið. Sjá myndir af skálavarðahúsinu á myndasíðu FÍ.

Útilíf býður félagsmönnum FÍ á kynningarkvöld

Útilíf býður félagsmönnum í FÍ á sérstakt kynningarkvöld nk miðvikudagskvöld kl. 19.00 þar sem kynntar verða nýjar línur frá Cintamani, North Face og fleirum.  Það er tilvalið fyrir félagsmenn FÍ að gera góð kaup í Útilíf og koma svo á myndakvöld FÍ sem hefst kl 20.00.