Haust- og vetrarferðir
01.11.2007
Ferðafélagið mun í haust og vetur bjóða upp á helgarferðir í skála með gönguferðum í næsta umhverfi skálanna. Fyrir áramót er boðið uppá ferð í Hlöðvelli og í Þórsmörk. Farið er á breyttum fjallajeppum, spennandi fjallgöngur, sameiginlegur kvöldverður og kvöldvökur. Ef aðstæður leyfa verða gönguskíðin tekin með og þrammað á skíðum. Sjá nánar undir ferðir. Eftir áramót er boðið upp á ferðir í Landmannalaugar, Hvítárnes og Þverbrekknamúla.




