Framkvæmdir í Hvítárnesi
09.08.2007
Á næstunni verður hafist handa við framkvæmdir við endurbætur á elsta sæluhúsi FÍ, skálanum í Hvítarnesi. Lögð verður áherlsa á að varðveita stíl og sérstöðu skálans. Skálinn hefur legið undir skemmdum og meðal annars hafa veggir hússins sigið og hallað. Grjóthleðslur verða endurhlaðnar og styrktar og þá verða gólfefni og veggklæðningar endurnýjaðar.