Ný skilti á Laugaveginum með stuðningi Menningarsjóðs VISA Íslands
11.07.2007
Föstudaginn 13. júlí vígir Ferðafélag Íslands ný og afar vegleg skilti sem sett hafa verið upp við skála félagsins á Laugaveginum með fulltingi Menningarsjóðs VISA Íslands. Athöfnin fer fram við skálann í Landmannalaugum og hefst kl. 14.00. Um er að ræða nýjung í merkingu gönguleiða á Íslandi og nýjung í skiltagerð hér á landi.