Tvöþúsund manns við hátíðarhöld á Esjudegi Fí og SPRON - brenna í kvöld á Þverfellshorni.
23.06.2007
Veðrið lék við þátttakendur á Ejsudegi FÍ og SPRON í dag. Dagskráin hófst klukkan 13.00. Fjölbreytt dagsrká var í boði, Esjukapphlaup, gönguferðir á Þverfellshorn og skógargöngur. Nylon, Jóvgan, Karíus og Baktus og fleiri skemmtu gestum. Talið er að allt tvöþúsund gestir hafa heimsótt Esjuna í dag. Í kvöld er miðnætur og Jónsmessuganga og hefst dagskráin kl. 20.30. Kveikt verður í brennu á Þverfellshorni um kl 23.30 í kvöld, sungnir álfasöngvar og dansað.




