Fréttir

Esjan í dag kl. 18.00

Gengið er á Esjuna á miðvikudögum kl. 18. Mæting 17.55 við bílastæðið við Mógilsá. Þátttaka ókeypis, allir velkomnir. Takið með ykkur góðan búnað, hlífðarföt, stafi, góða gönguskó og jafnvel bakpoka og nesti. Fararstjóri er Smári Jósafatsson.

Draumalandið - last call tilboð til félagsmanna FÍ

Hafnarfjarðarleikhúsið vill bjóða Félagsmönnum Ferðafélags Íslands Last Call tilboð fyrir sýninguna laugardaginn 28 apríl, kl 20:00, tveir miðar á verði eins. Um er að ræða skemmtilegt verk eftir sögu Andra Snæs Magnasonar, bókina um Draumlandið sem slegið hefur í gegn. Hægt er að panta miða í síma 555-2222 eða á midi.is.

Tindfjöll - Ýmir og Ýma - 1. maí

Ferðafélagið býður upp á gönguferð í Tindfjöll 1. maí nk. Gengið verður á Ými og Ýmu. Lagt verður af stað úr Mörkinni 6 kl. 8 á þriðjudagsmorgun. Ekið inn Fljótshlíð, upp í Tindfjöll og að neðsta skála þaðan sem gengið er á Ými og Ýmu.

Göngugleði 22. apríl

Sunnudaginn 22. apríl mættu 14 manns til göngugleðinnar. Ákveðið var að halda út á Reykjanes og ganga á stapafellið Geitahlíð (385 m) sem er suð-austan Kleifarvatns.

Gps námskeið FÍ og Artic Trucks

Ferðafélag Íslands  og Artic Trucks bjóða upp á námskeið í notkun GPS-tækis haldið af Ríkarði Sigmundssyni hjá R. Sigmundssyni ehf. Farið er í grunnatriði GPS-notkunar, s.s. stillingar tækisins, hvað beri að varast, töku vegpunkta, gerð leiða og ferla...

Sérferðir og kynning

Ferðafélag Íslands tekur að sér undirbúning og skipulag fyrir hópa í sérferðir um einstök svæði og gönguleiðir um allt land.  Félagið býður upp á kynningu á gönguleiðum til hópa og fyrirtækja. Þá er einnig hægt að fá kynningu á starfsemi FÍ ...

Jöklaferðir í maí - fullbókað á Hvannadalshnjúk

Fullbókað er í ferð FÍ á Hvannadalshnjúk um Hvítasunnuna en þá fara 100 manns með félaginu á hæsta tind landsins í fararstjórn Haraldar Arnar Ólafssonar. FÍ bendir á spennandi ferðir á Eyjafjallajökul laugardaginn 5. maí með Maríu Dögg og skíðaferð yfir Drangajökul með Elísabetu Sólbergsdóttur um Hvítasunnuna.

Húnaþing eystra - Árbók FÍ 2007

Árbók Ferðafélagsins 2008

Jöklafararstjórar FÍ á sprungunámskeiði

Á sumardaginn fyrsta stóð Ferðafélagið fyrir jöklanámskeiði fyrir fararstjóra FÍ á Hvannadalshnjúk. Jökull Bergmann fjallaleiðsögumaður var leiðbeinandi á námskeiðinu.  Haraldur Örn Ólafsson fararstjóri FÍ á Hvannadalshnjúk og ferðanefndarmaður segir markmiðið hafa verið að efla og þjálfa fararstjórana og námskeiðið hafi verið mjög lærdómsríkt.  Sjá myndir af námskeiðinu

Helgafell og Laugavegsganga hin skemmri - sumardagurinn fyrsti

Á morgun sumardaginn fyrsta býður Ferðafélagið borgarbúum upp á tvær gönguferðir og eru þær hluti af dagskrá Höfuðborgarstofu sem nefnist Ferðalangur.   Klukkan 10 verður gengin Laugavegsganga hin skemmri, frá Mörkinni 6 og niður í Laugardag um gömlu þvottaleiðina. Fararstjóri í ferðinni er Þorgrímur Gestsson sagnfræðingur.   Klukkan 11.00 verður gengið á Helgafell, bæjarfjall Hafnfirðinga.  Fararstjóri er Leifur Þorsteinsson.  Mætt er á einkabílum að Kaldárseli.