Ársskýrsla um starfsemi Ferðafélags Íslands 2006
22.03.2007
Ferðafélag Íslands er 80 ára á árinu 2007. Félagið stendur traustum fótum og gegnir mikilvægu hlutverki meðal þjóðarinnar. Kjörsvið félagsins eru ferðalög um landið, einkum óbyggðir, rekstur sæluhúsa og útgáfustarf á ýmsum sviðum og ber þar hæst útgáfu árbókarinnar en hún hefur komið út samfellt frá árinu 1928. Á 80 ára ferli er eðlilegt að sveiflur verði í félagslífi og starfsemi og nú háttar svo til að mikill áhugi er meðal þjóðarinnar á náttúru landsins, gönguferðum, varðveislu menningar og sögu einstakra héraða. Þessi byr blæs nú í segl Ferðafélagsins og því spennandi tímar og verkefni framundan hjá félaginu.




