Fréttir

Æfingaprógram - Hvannadalshnjúkur - Esjan

Á morgun miðvikudag verður gengið á Esjuna í æfingaprógrammi FÍ fyrir Hvannadalshnjúk. Lagt verður af stað frá bílastæðinu við Mógilsá kl. 18.00. Takið með ykkur góðan búnað, hlífðarföt, góða skó, nesti og stafi, höfuðljós er einnig ágætt að hafa með. Gengið verður upp að steini. Allir velkomnir.

Göngugleði - stutt ferðasaga 18. feb

Sunnudagsgangan 18. febrúar, var um Heiðmörk, norðurhlutann. Gengnir voru 10 km í einhvers konar hring á hálfri þriðju klukkustund. Kaffi var drukkið í logni. Nánast ekkert rigndi á okkur og hlýtt var í veðri. Þátttakendur voru 22.

Myndakvöldi FÍ aflýst

Myndakvöldi FÍ sem vera átti annað kvöld, miðvikudaginn 21. feb hefur verið aflýst vegna forfalla.  Næsta myndakvöld FÍ verður því í mars.

Félagsvist

Kæru spilafélagar.  Næsta félagsvist verður þriðjudaginn 20. febrúar.  Vistin hefst kl: 20:00.  Spilað verður í Mörkinni 6 – í risinu. Hámark þátttakenda er 52.  Fyrstir koma – fyrstir fá. Vinsamlega athugið að félagsvistin er ætluð félögum í Ferðafélaginu og gestum þeirra.  Verðlaun verða veitt, kaffi og kökur.  Sérstök verðlaun verða veitt þeim sem flest stig hlýtur samtals á öllum spilakvöldum vetrarins.

Árbók 2007 í vinnslu

Árbók FÍ 2007 um Austur Húnavatnssýslu er nú í vinnslu og kemur út þegar líður fram á vor. Jón Torfason frá Torfalæk skrifar textann í bókinni.  Árbækur FÍ eru einstæður bókaflokkur um náttúru landsins, sögu og menningu og hafa komið út í óslitinni röð frá 1928. Myndin hér að ofan er af kápu árbókar 2006.

Göngugleði - ferðasaga

Síðast liðinn sunnudagsmorgun mættu 22 til göngu. Tveimur var ráðið frá því að fara með vegna vanbúnaðar. Haldið var upp í Bláfjöll og þar skiptist hópurinn í tvo jafnstóra flokka, 10 í hvorum, sem báðir héldu til Þríhnjúka, annar á skíðum, hinn fótgangandi.

Hvannadalshnjúkur - æfingaprógrammið

Ferðafélagið hefur um langt árabil staðið fyrir gönguferðum á Hvannadalshnúk. Ferðir FÍ síðast liðin tvö ár undir stjórn Haraldar Arnar Ólafsssonar hafa verið geysivinsælar og fjölmennar. Félagið vill nú aðstoða göngufólk við undirbúning fyrir ferðina og setur fram æfingaáætlun fyrir ferðina

Ályktun stjórnar Ferðafélags Íslands vegna Kjalvegar

Ályktun stjórnar Ferðafélags Íslands vegna hugmynda Norðurvegar um fjölfarinn, uppbyggðan hálendisveg um Kjöl þar sem tilgangurinn er fyrst og fremst sá að tengja saman landhluta en ekki að styrkja Kjöl sem eftirsóknarvert óbyggðasvæði.

Æfingaprógram fyrir Hvannadalshjnúk

Ferðafélagið býður nú upp á æfingaprógram fyrir ferðina á Hvannadalshnjúk sem félagið stendur fyrir um Hvítasunnuhelgina.  Æfingaprógrammið verður kynnt á fundi fimmtudaginn 8. febrúar kl. 17.00 í risinu í Mörkinni 6.

Skálavörður til starfa í Landamannalagum fram yfir páska

Skálavörður mætir til starfa í Landmannalaugum 9. febrúar nk og mun sinna gæslu í skálanum um helgar fram yfir páska.  Ferðafélagið endurnýjaði í haust hitavatnsleiðslur í skála og verður í framhaldi af því heitt og kalt rennandi vatn í skálanum í vetur og eru nú vatnssalerni og hægt að komast í sturtu í Laugum eftir að skálavörðurinn er mættur til starfa.