Æfingaprógram - Hvannadalshnjúkur - Esjan
27.02.2007
Á morgun miðvikudag verður gengið á Esjuna í æfingaprógrammi FÍ fyrir Hvannadalshnjúk. Lagt verður af stað frá bílastæðinu við Mógilsá kl. 18.00. Takið með ykkur góðan búnað, hlífðarföt, góða skó, nesti og stafi, höfuðljós er einnig ágætt að hafa með. Gengið verður upp að steini. Allir velkomnir.