Göngugleði með ákafa - Sigríður Lóa Jónsdóttir stefnir á Hornstrandir og Tröllaskaga í sumar
22.01.2007
Ferðasumarið framundan er spennandi. Ég er strax farin að leggja drög að ferðalögum sumarins og heilar fjórar vikur verð ég úti á landi sem fararstjóri, fyrst á Hornströndum í þrjár vikur og síðan í ferð um Tröllaskagann sem er heillandi svæði til hvers konar gönguferða, en fáfarið, segir Sigríður Lóa Jónsdóttir.




