Fréttir

The Icelandic Touring Association

The aim of The Iceland Touring Association, founded in 1927, is to promote and organize traveling within the country. The ITA owns and operates numerous mountain huts where hikers and other travelers can get a sleeping bag accommodation (pre-booking necessary).

Ferðasaga - göngugleði 1. apríl

Í sunnanandvara, við hitastig yfir meðaltali var haldið suður með sjó og bílum lagt á bílastæði sunnan vegar á móts við Straumsvík (rétt vestan við verksmiðjuna).  Þar var haldið til suðurs eftir vörðuðum stíg...

Fullbókað á Hvannadalshnjúk

Fullbókað er er í ferð FÍ á Hvannadalshnúk um Hvítasunnuna en félagið fer með 100 manna hóp á hæsta tind landsins 26. maí.  Þegar eru um 18 manns komnir á biðlista í ferðina.  Haraldur Örn Ólafsson er fararstjóri í ferðinni.

Tilboð til félagsmanna FÍ frá Cintamani búðinni

Cintamani búðin Laugavegi 11 býður nú félagsmönnum í FÍ einstakt tilboð.  Frá 2.- 14. apríl fá félagsmenn Ferðafélagsins 20% afslátt af vörunum okkar gegn framvísum félagsskírteinis

Þrautarganga hjá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs býður upp á spennandi göngu á föstudaginn langa 6. apríl 2007.

Jeppadeildin í Langadal - Kirkjuferð í Hvalsnes aflýst

Jeppadeild FÍ verður með bækistöðvar í Langadal yfir páskana.  Farið verður í jeppaferðir  á hverjum degi og boðið upp á vaðnámskeið á laugardegi. Auk þess verður ekið um gamlar og nýjar slóðir og meðal annars yfir Markárfljót.  Skálaverðir verða á svæðinu.

Páskar í Landmannalaugum

Ferðafélagið verður með skálavörslu í Landmannalaugum yfir páskana. Panta þarf gistingu í skálann á skrifstofu FÍ.  Ef þátttaka er fyrir hendi verður boðið upp á dagsferðir frá skálanum.  Ferðamenn koma á eigin vegum í Landmannalaugar.

Jeppadeildin í Þórsmörk yfir páskana

Jeppadeild Ferðafélagsins verður með aðsetur í Langadal í Þórsmörk yfir páskana og fer í lengri eða skemmri dagsferðir frá skála FÍ.  Verð fyrir jeppa í ferðir jeppadeildar er krónur 6000 hvort heldur tekið er þátt í öllum ferðum yfir páskana eða færri. 

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs auglýsir eftir sjálfboðaliðum í skála

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs auglýsir eftir sjálfboðaliðum í skálann í Húsavík.  Sjálfboðaliða vantar vikurnar: 13.-20.júlí, 21.-27. júlí og 24.-31. ágúst. 

Hvannadalshnjúkur - æfing - Esjan 4. apríl

Gengið verður á Esjuna 4. apríl í undirbúningi fyrir göngu FÍ á Hvannadalshnjúk.  Mæting kl. 17.55 við bílastæðið við Mógilsá en gangan hefst kl. 18. Þátttaka er ókeypis allir velkomnir.