Á morgun sumardaginn fyrsta býður Ferðafélagið borgarbúum upp á tvær gönguferðir og eru þær hluti af dagskrá Höfuðborgarstofu sem nefnist Ferðalangur. Klukkan 10 verður gengin Laugavegsganga hin skemmri, frá Mörkinni 6 og niður í Laugardag um gömlu þvottaleiðina. Fararstjóri í ferðinni er Þorgrímur Gestsson sagnfræðingur. Klukkan 11.00 verður gengið á Helgafell, bæjarfjall Hafnfirðinga. Fararstjóri er Leifur Þorsteinsson. Mætt er á einkabílum að Kaldárseli.