Langisjór - FÍ og Landvernd
06.06.2007
Ferðafélagið og Landvernd standa saman að áhugaverðri ferð í Langasjó 24. júní. Þátttakendur koma á eigin vegum í Hólaskjól þann 23. júní, þar sem gist er. Lagt verður af stað í ferðina frá Hólaskjóli kl. 8 að morgni sunnudags. Boðið er upp á fræðslufund í Reykjavík á föstudegi í Mörkinni 6 kl. 19.30.




