Menningarsjóður VISA styrkir Ferðafélag Íslands
09.05.2007
Stjórn Menningarsjóðs VISA úthlutar nú 9 styrkjum, samtals að fjárhæð 14 milljónir króna. Þetta er í ellefta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum og hafa 79 styrkir verið veittir frá upphafi, flestir til menningarmála en nokkrir til vísinda-, mannúðar- og líknarmála. Stjórn sjóðsins ákvað að í ár skyldi verulegum hluta styrkfjárhæðarinnar varið til menningar-, líknar-og velferðarmála. Menningarsjóður Visa styrkti Ferðafélag Íslands um 3.5 milljónir króna og verða þær nýttar til merkinga, skiltagerðar og aukinnar upplýsingagjafar við skála Ferðafélagsins á Laugaveginum.