Hvannadalshnjúkur - ferðinni frestað til sunnudagsmorguns.
24.05.2007
Ferð FÍ á Hvannadalshnjúk hefur verið frestað til sunnudags og verður gengið af stað á sunnudagsmorgni kl. 04.
Eftir að hafa skoðað vandlega verðurspár og rætt við veðurfræðinga er ljóst að útlitið fyrir sunnudaginn er mun betra en fyrir laugardaginn. Vindur verður þónokkur á laugardag en síðan lægir á sunnudagsmorgun.
Lagt verður af stað frá Sandfelli kl. 4:00 á sunnudagsmorgun.