FÍ og Þingvallaþjóðgarður í samstarfi
11.05.2007
Ferðafélag Íslands og Þingvallaþjóðgarður munu á næstu vikum standa saman að gönguferðum á fjöll í Þjóðgarðinum. Gengið verður á Ármannsfell, Arnarfell, Hrafnabjörg, Leggjarbrjót, farið í hellaskoðunarferð og endað með göngu á Skjaldbreið í tilefni af því að 200 ár eru frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar. Ferðirnar og dagsetningar verða kynntar nánar á næstunni.




