Fréttir

Draumalandið - last call tilboð til félagsmanna FÍ

Hafnarfjarðarleikhúsið vill bjóða Félagsmönnum Ferðafélags Íslands Last Call tilboð fyrir sýninguna laugardaginn 28 apríl, kl 20:00, tveir miðar á verði eins. Um er að ræða skemmtilegt verk eftir sögu Andra Snæs Magnasonar, bókina um Draumlandið sem slegið hefur í gegn. Hægt er að panta miða í síma 555-2222 eða á midi.is.

Tindfjöll - Ýmir og Ýma - 1. maí

Ferðafélagið býður upp á gönguferð í Tindfjöll 1. maí nk. Gengið verður á Ými og Ýmu. Lagt verður af stað úr Mörkinni 6 kl. 8 á þriðjudagsmorgun. Ekið inn Fljótshlíð, upp í Tindfjöll og að neðsta skála þaðan sem gengið er á Ými og Ýmu.

Göngugleði 22. apríl

Sunnudaginn 22. apríl mættu 14 manns til göngugleðinnar. Ákveðið var að halda út á Reykjanes og ganga á stapafellið Geitahlíð (385 m) sem er suð-austan Kleifarvatns.

Gps námskeið FÍ og Artic Trucks

Ferðafélag Íslands  og Artic Trucks bjóða upp á námskeið í notkun GPS-tækis haldið af Ríkarði Sigmundssyni hjá R. Sigmundssyni ehf. Farið er í grunnatriði GPS-notkunar, s.s. stillingar tækisins, hvað beri að varast, töku vegpunkta, gerð leiða og ferla...

Sérferðir og kynning

Ferðafélag Íslands tekur að sér undirbúning og skipulag fyrir hópa í sérferðir um einstök svæði og gönguleiðir um allt land.  Félagið býður upp á kynningu á gönguleiðum til hópa og fyrirtækja. Þá er einnig hægt að fá kynningu á starfsemi FÍ ...

Jöklaferðir í maí - fullbókað á Hvannadalshnjúk

Fullbókað er í ferð FÍ á Hvannadalshnjúk um Hvítasunnuna en þá fara 100 manns með félaginu á hæsta tind landsins í fararstjórn Haraldar Arnar Ólafssonar. FÍ bendir á spennandi ferðir á Eyjafjallajökul laugardaginn 5. maí með Maríu Dögg og skíðaferð yfir Drangajökul með Elísabetu Sólbergsdóttur um Hvítasunnuna.

Húnaþing eystra - Árbók FÍ 2007

Árbók Ferðafélagsins 2008

Jöklafararstjórar FÍ á sprungunámskeiði

Á sumardaginn fyrsta stóð Ferðafélagið fyrir jöklanámskeiði fyrir fararstjóra FÍ á Hvannadalshnjúk. Jökull Bergmann fjallaleiðsögumaður var leiðbeinandi á námskeiðinu.  Haraldur Örn Ólafsson fararstjóri FÍ á Hvannadalshnjúk og ferðanefndarmaður segir markmiðið hafa verið að efla og þjálfa fararstjórana og námskeiðið hafi verið mjög lærdómsríkt.  Sjá myndir af námskeiðinu

Helgafell og Laugavegsganga hin skemmri - sumardagurinn fyrsti

Á morgun sumardaginn fyrsta býður Ferðafélagið borgarbúum upp á tvær gönguferðir og eru þær hluti af dagskrá Höfuðborgarstofu sem nefnist Ferðalangur.   Klukkan 10 verður gengin Laugavegsganga hin skemmri, frá Mörkinni 6 og niður í Laugardag um gömlu þvottaleiðina. Fararstjóri í ferðinni er Þorgrímur Gestsson sagnfræðingur.   Klukkan 11.00 verður gengið á Helgafell, bæjarfjall Hafnfirðinga.  Fararstjóri er Leifur Þorsteinsson.  Mætt er á einkabílum að Kaldárseli.

Myndakvöld FÍ í kvöld - Max Schmid

Myndakvöld Ferðafélagsins er í kvöld síðasta vetrardag kl 20 í sal FÍ Mörkinni 6.  Ljósmyndarinn Max Schmid sýnir myndir úr ferðum sínum um Ísland.  Aðgangseyrir er kr. 600, innifalið kaffi og meðlæti. Allir velkomnir.