Ferðafélagið býður upp á gönguskíðaferð í Landmannalaugar um næstu helgi. Lagt verður af stað á föstudagsmorgni frá Mörkinni 6 kl. 8. Gengið verður í Laugar og til baka og komið heim á sunnudegi.
Ferðafélag Íslands leggur mikið upp úr öruggri fararstjórn í ferðum sínum og hefur nú náð samkomulagi við Jökul Bergmann fjallaleiðsögumann og Harald Örn Ólafsson um þjálfun fyrir jöklafararstjóra félagsins.
Ferðafélag Íslands hefur keypt Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi af Flugbjörgunarsveitinni í Skógum. Samningar þess efnis voru undirritaðir að Skógum fyrir skömmu. Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Ferðafélagsins segir ætlunin sé að endurnýja skálann og bæta aðstöðu fyrir göngumenn á Fimmvörðuhálsi.
The aim of The Iceland Touring Association, founded in 1927, is to promote and organize traveling within the country. The ITA owns and operates numerous mountain huts where hikers and other travelers can get a sleeping bag accommodation (pre-booking necessary).
Í sunnanandvara, við hitastig yfir meðaltali var haldið suður með sjó og bílum lagt á bílastæði sunnan vegar á móts við Straumsvík (rétt vestan við verksmiðjuna). Þar var haldið til suðurs eftir vörðuðum stíg...
Fullbókað er er í ferð FÍ á Hvannadalshnúk um Hvítasunnuna en félagið fer með 100 manna hóp á hæsta tind landsins 26. maí. Þegar eru um 18 manns komnir á biðlista í ferðina. Haraldur Örn Ólafsson er fararstjóri í ferðinni.
Cintamani búðin Laugavegi 11 býður nú félagsmönnum í FÍ einstakt tilboð. Frá 2.- 14. apríl fá félagsmenn Ferðafélagsins 20% afslátt af vörunum okkar gegn framvísum félagsskírteinis
Jeppadeild FÍ verður með bækistöðvar í Langadal yfir páskana. Farið verður í jeppaferðir á hverjum degi og boðið upp á vaðnámskeið á laugardegi. Auk þess verður ekið um gamlar og nýjar slóðir og meðal annars yfir Markárfljót. Skálaverðir verða á svæðinu.