Ferðafélagið kaupir Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi
03.04.2007
Ferðafélag Íslands hefur keypt Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi af Flugbjörgunarsveitinni í Skógum. Samningar þess efnis voru undirritaðir að Skógum fyrir skömmu. Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Ferðafélagsins segir ætlunin sé að endurnýja skálann og bæta aðstöðu fyrir göngumenn á Fimmvörðuhálsi.