Göngugleði 25. febrúar, ferðasaga
28.02.2007
Við gengum í sól og fallegu veðri upp á heiðina og nokkuð til austurs miðað við fyrri ferðir og höfðum ágæta útsýn yfir til Heklu og jökla. Það eina sem skyggði á göngugleði okkar var að jeppar höfðu ekið eftir brautinni (trúlega í skjóli nætur) svo erfitt var að fylgja sporunum og þurftum við því oft að skipta um spor !




