Undirbúningsfundur fyrir Hvannadalshnjúk
22.05.2007
Ferðafélagið stendur fyrir undirbúningsfundi miðvikudagskvöld 23. maí kl. 20 fyrir ferð FÍ á Hvannadalshnjúk um Hvítasunnuna. Haraldur Örn Ólafsson fararstjóri í ferðinni fer yfir helstu atriði, búnað, nesti, fatnað, öryggisatriði, ferðatilhögun og fleira.