Marta gengur yfir Grænlandsjökul
07.06.2007
Miðvikudagur var þungur fyrir hundana og eftir 25 km gáfust þeir upp. Við höfum nú gengið u.þ.b. 60 km í djúpum snjó og ég vona innilega að færið fari að lagast. Það eru tæpir 100 km eftir að toppi skriðjökulsins. Við sem ætluðum að hespa því af á þremur dögum en það er víst náttúran sem ræður en ekki við mannfólkið. Veðrið í dag var sól - regn - snjókoma - þoka - rok. Kristian Gab. var frábær fremst með staðsetningartækið í djúúúúpum snjó.




