Fréttir

Góð stemning í kvennaferð

Fjórtán konur lögðu upp í Laugavegsgöngu síðastliðinn fimmtudag og komu til byggða í gær. Að sögn Helgu Garðarsdóttur fararstjóra var frábær stemning í ferðinni og gengu þær mest alla leiðina í rjómablíðu.  

Sigling niður Brúará - myndir

Myndir úr ferð FÍ 1. júlí - siglingu niður Brúará.  Herra Sigurður Sigurðarson biskup í Skálholti ávapaði hópinn í upphafi ferðar með góðum orðum Böðvar Pálsson í Búrfelli sagð fræddi hópinn um Grímsnesið. Ekki tókst að ljúka að sigla alla leiðina þar sem rennsli var afar lítið og rólegt og hópurinn lenti í mótvindi og mótstraumi eftir að komið var úr landi Skálholts.  Var þá haldið í Sólheima og loks í grillveislu og fékk hópurinn góðar móttökur á báðum stöðum. Sjá myndir úr ferðinni

Bíladeildin á ferð í Þakgil um næstu helgi

Úrleiðaferð bíladeildar FÍ í  Þakgil - Grænafjall um næstu helgi; 7. júlí - laugardagur >> Frá Hvolsvelli kl. 09:30 (úr Reykjavík kl. 08) Ekið austur í Þakgil þangað sem ferðamannaaðstaðan er austan við Miðfell. Svæðið skoðað. Athugað með leiðina upp að Jökulshöfði sem liggur vestan við Miðfellið. Vatnaleiðin farin eins og aðstæður leyfa. Síðdegis ekið vestur með Eyjafjöllum - með viðkomu eftir því sem tími vinnst til. Gist í Þórsmörk.

Fréttapóstur FÍ - laust í spennandi ferðir.

Fréttapóstur frá FÍ 28. júní. Laust í spennandi ferðir; Sigling niður Brúará, Fimmvörðuháls um helgina, Arnarvatnsheiði, Tindfjöll og Hungurfit. Sjá einnig um sumarferð bíladeildar.

Skáli FÍ í Nýjadal opnaði í gær

Skáli FÍ í Nýjadal opnaði í gær. Vinnuferð var í skálann í gær og húsið standsett og skálaverðir eru mættir til starfa.  Þá hefur einnig skáli FÍ i Norðurfirði verður opnaður og skálavörður mættur til starfa.

Snjókoma í Hrafntinnuskeri

Í gær og í dag hefur snjóað í Hrafntinnuskeri.  Kvennaferð FÍ um Laugaveginn lagði af stað í gær og fékk snjókomu í fangið.  Í dag hefur bætt í snjóinn og því rétt að árétta að ferðamenn séu vel búnir á leið sinni um Laugaveginn.

Sjókoma í Hrafntinnuskeri

Í gær og í dag hefur snjóað í Hrafntinnuskeri.  Kvennaferð FÍ um Laugaveginn lagði af stað í gær og fékk snjókomu í fangið.  Í dag hefur bætt í snjóinn og því rétt að árétta að ferðamenn séu vel búnir á leið sinni um Laugaveginn.

Sumarleyfisferð bíladeildar 27. júlí

Föstudaginn 27. júlí til miðvikudagsins 1. ágúst - Sumarleyfisferð fyrir alla bíla. Fimm gistinætur. Unnt að slást í förina hvaða dag sem er - og hver og einn getur horfið heim á leið þegar hann vill.  Fararstjóri Gísli Ólafur Pétursson. Athugið einnig síðsumarferð bíladieldar fyrir jeppa og haustferð bíladeildar fyrir jeppa.

Ljóðabók Valgarðs Egilssonar á tilboði fyrir Ferðafélaga

Komin er út ljóðabók, Á mörkum, eftir Valgarð Egilsson lækni og fráfarandi varaforseta Ferðafélags Íslands. JPV útgáfa gefur bókina út. Félagsmönnum F. Í. gefst færi á að kaupa bókina á tilboðsverði, 30 % lægra verði en útúr bókabúð( verð í bókabúð er 1990 kr.).

Esjudagurinn - myndir

Esjudagurinn í gær fór vel fram og veðrið lék við þátttakendur og gesti.  Sjá myndir:Myndirnar tók Smári Jósafatsson fararstjóri miðvikudagsgöngum FÍ og SPRON á Ejsuna.