Til Heklufara FÍ - dagskrá ferðar
22.06.2007
Góð stemming er fyrir Jónsmessugöngu FÍ á Heklu. Alls eru 165 þátttakendur skráðir í ferðina og hefur ferðinni verið lokað. Lagt verður af stað frá Mörkinni 6 kl. 18 stundvíslega. Næsta stopp er við Heklusetrið við Leirubakka í Landsveit, áætlað um 19. 40. Þar verður sjoppu og pissustopp auk þess sem þátttakendum gefst kostur á að skoða Heklusetrið í boði FÍ. Áætlað er að vera við Skjólkvíar um kl. 20. 45 og gangan á Heklu hefjist kl. 21.00. Páll Guðmundsson er fararstjóri í ferðinni og honum til aðstoðar 8 fararstjórar og 2 leiðsögumenn.