Spennandi dagsferðir framundan hjá FÍ
11.06.2007
Kóngsvegurinn í fornbílum, Leggjarbrjótur, miðnæturganga undir Eyjafjöllum, Jónsmessuganga á Heklu, Jónsmessu og miðnæturstemmning í Esjunni og Esjudagurinn, Langisjór, Breiðbakur og Fögrufjöll og sigling niður Brúará og Hvítá er á meðal spennandi dagsferða sem framundan eru hjá Ferðafélaginu. Lýsing á þessum ferðum er að finna undir ferðir hér á heimasíðunni. Nauðsynlegt er að bóka sig í dagsferðirnar þar sem takmarkað sætapláss er í mörgum ferðanna.