Íslandsmet á Heklu - 165 manns í Jónsmessugöngu FÍ
23.06.2007
Fjölmenni tók þátt í Jónsmessugöngu FÍ á Heklu í nótt. Alls voru 165 skráðir þátttakendur í ferðinni og er það fjölmennasti hópur sem gengið hefur á Heklu í einni göngu. Hópurinn var á toppnum laust eftir miðnætti og komið var niður um þrjúleytið. Páll Guðmundsson fararstjóri í ferðinni sagði að stemmingin hefði verið góð, veðrið frábært og útsýnið einstakt, ekki síst miðnætursólarroðinn. Sjá myndir úr ferðinni