Bíladeildin á ferð í Þakgil um næstu helgi
02.07.2007
Úrleiðaferð bíladeildar FÍ í Þakgil - Grænafjall um næstu helgi; 7. júlí - laugardagur >> Frá Hvolsvelli kl. 09:30 (úr Reykjavík kl. 08) Ekið austur í Þakgil þangað sem ferðamannaaðstaðan er austan við Miðfell. Svæðið skoðað. Athugað með leiðina upp að Jökulshöfði sem liggur vestan við Miðfellið. Vatnaleiðin farin eins og aðstæður leyfa. Síðdegis ekið vestur með Eyjafjöllum - með viðkomu eftir því sem tími vinnst til. Gist í Þórsmörk.




