Bálhvasst á Þverfellshorni
24.06.2007
Á milli 3 - 400 manns tóku þátt í Jónsmessugöngu FÍ og SPRON á Þverfellshorn. Dagskráin hófst kl. 20.30. Árni Björnsson þjóðháttarfræðingur talaði um Jónsmessuna og Þjóðdansafélagið sýndi nokkra dansa. Gönguferðin á Þverfellshorn hófst kl. 21 og voru flestir komnir á toppinn um kl. 23. Á Þverfellshorni var bálhvasst og var því ekki hægt að kveikja í brennu sem til stóð að gera. Eftir miðnætti lægði á toppnum en þá voru flestir komnir niður. Fjölmargir tóku því þó rólega og undu sér vel í náttúrufegurðinni í hlíðum Esjunnar á jónsmessunótt. Enginn sást þó baða sig í dögginni enda menn kannski feimnir við það eftir útskýringar Árna Björnssonar.




